Lengi getur böl versnað

Meðan Bandaríkin taka hart á öllu er snýr að fjárplógstarfsemi, eins og að dæma þá einstaklinga sem voru í forsvari fyrir sukkinu í margfölld ævilöng fangelsi og láta síðan fyrirtækin sjálf borga sektir af áðuróþekktum upphæðum, er eins og ekkert hrun hafi orðið hér á landi.

Hér á landi er þeim mönnum sem voru í aðalhlutverki hrunsins tekið fagnandi þegar þeir koma aftur heim með fullar töskur af dollurum sem þeir náðu að koma undan og földu á Tortóla, fyrir hrun. Ekki nóg með að þeim sé fagnað, heldur kaupir Seðlabankinn þann gjaldeyri af þessum mönnum á yfirverði. Peningana nota svo víkingarnir til að kaupa aftur fyrirtækin sem þeir notuðu sem skálkaskjól til að koma fé úr landi, auk lögfræðikostnaðar til að verjast dómskerfinu. Auðvitað átti Már bara að taka við töskunum og þakka pent fyrir. Það var engin ástæða til að greiða fyrir innihald þeirra og allra síst á yfirverði.

Að einhver sé dæmdur fyrir sinn þátt virðist vera útilokað. Reyndar hafa tveir dómar fallið, en þeir eru frekar í ætt við dóma fyrir búðahnupl en bankarán. Og fyrirtækin eru ekki sektuð. Bankarnir safna auð sem aldrei fyrr og er hagnaður þeirra miklu meiri nú en fyrir hrun, þökk sé blessaðri verðtryggingunni og heiðarlegu fólki sem borgar samviskusamlega af sínum lánum.

Við bankahrunið opnaðist Pandórubox spillingarinnar hér á landi. Spillingar sem almenningur var grunlaus um en hafði staðið um nokkra hríð. Eftir hrun héldu flestir að siðferðið myndi breytast og vissulega hefur það breyst og það mikið.

En ekki til batnaðar!!


mbl.is JP Morgan greiðir milljarða í sektir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband