Stór undarlegt

Landsbankinn hélt ráðstefnu undir fororðinu hvort fjármálafyrirtæki væru spennadi fjárfestingakostur.

Framkvæmdastjóri framtakssjóðs Íslands tók þar til máls. Framtakasjóðurinn hefur, sem kunnugt er, verið duglegur að fjárfesta í ýmsum fyrirtækjum og má segja að þar fari fram dulbúin yfirtaka ríkisins. 

Eftir að hafa í löngu máli fært rök fyrir því að fjármálafyrirtæki á Íslandi væri ekki spennandi kostur, væri reyndar arfavitlaust að fjárfesta í slíkum fyrirtækjum, lauk hann máli sínu á þeim orðum að miklar líkur væru á því að framtakssjóðurinn myndi kaupa hlut í þessum fyrirtækjum, færu þau á markað!

Er hægt að taka mark á mönnum sem tala með þessum hætti?


mbl.is Ekki spennandi að fjárfesta í bönkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem hann er að meina er að þetta snýst allt um verðið sem reynt er að fá fyrir bankana. Jafnvel hörmulega léleg fyrirtæki gætu reynst ágætis fjárfesting sé verðið mjög lágt og öfugt, frábærlega vel rekin fyrirtæki gætu reynst hörmuleg fjárfesting sé verðið alltof hátt.

gaddemmitt (IP-tala skráð) 20.9.2013 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband