Hvað eru raunhæfar væntingar, Steingrímur ?

Steingrímur á erfitt með að skilja niðurstöður kosninganna. Í stað þess að býsnast um það hér á landi þá ritar hann grein í Financial Times. Heldur sennilega að auðveldara sé að blekkja útlendinga en almúgann hér á Íslandi.

Það er ljóst að væntingar hans til kjósenda voru óraunhæfar. Hann hélt að landsmenn væru yfirsig hrifnir af þeim "afrekum" sem hann taldi sig hafa sýnt, afrekum sem helst má telja sem verk þess fáfróða eða kjarklausa.

Afrek eins og að ráðast með heiftúð gegn þeim sem minnst mega sín eru geymd en gleymd. Afrek eins og að undirgangast erlendar heimsvaldaþjóðir og vinna þeirra skítverk hér á landi, eins og icesave saningarnir sýndu, eru geymd en ekki gleymd. Afrek eins og að færa erlendum vogunnarsjóðum tvo af þrem stæðstu bönkum landsins, eru geymd en ekki gleymd. Afrek eins og að undirgangast aðildarferli Samfylkingar eru geymd en ekki gleymd. Afrek eins og að svíkja hvert einasta kosningaloforð sitt, eru geymd en ekki gleymd. Svona væri hægt að halda áfram um "afrek" Steingríms á því kjörtímabili sem nú er loks að líða undir lok.

Steingrímur undrast á niðurstöðu kosninganna. Hann skilur ekki að landsmenn skuli hegna sér fyrir öll "afrekin". Hann segir að væntingar kjósenda séu óraunhæfar. Er það óraunhæft að ætlast til þess af þeim sem eru kosnir á Alþingi, að þeir standi við loforð sín? Er það óraunhæft að ætlast til þess að þeir sem eru kosnir til Alþingis standi vörð um hag og velferð almennings? Er það óraunhæft að landsmenn skuli ekki sætta sig við þjónkun stjórnvalda við fjármálaöflin? Er það óraunhæft að landsmenn skuli ekki sætta sig við að stjórnvöld skuli taka sér stöðu með þeim öflum sem settu landið á hausinn?

Steingrímur spyr hvort nokkur stjórnmálamaður geti staðið undir væntingum kjósenda. Því er fljótsvaraið, JÁ! Stjórnmálamaður getur vissulega staðið undir væntingum kjósenda, en hann verður þá að vinna til þess. Fyrir það fyrsta að standa við gefin loforð auk þess að sýna í verki að kjósandinn sé einhvers metinn. Að í stað þess að hlaupa í skjól fjármálaaflanna, standi stjórnmálamaðurinn keykur með kjósendum!! Einfallt og létt verk, ef kjarkurinn er til staðar!!

Það eru ekki væntingar kjósenda sem eru óraunhæfar, heldur væntingar Steingríms til kjósenda.

Það geta aldrei orðið óraunhæfar væntingar að óska þess að geta séð sér og börnum sínum farborða, hins vegar eru það vissulega óraunhæfar væntingar að ætlast til þess af kjósendum að þeir verðlauni þá stjórnmálamenn sem vinna gegn þeim óskum landsmanna!!

Það má vera að Steingrímur finni einhverja meðbræður erlendis og vissulega er hellst von hans að finna þá meðal lesenda FT, fjármálaöflum heimsins, meðbræður sem eru til í að leifa honum að gráta á öxl sér. Hér á landi hefur hann litla samúð, enda mun hans verða minnst um alla framtíð sem sá fjármálaráðherra sem harðast réðst gegn þeim sem minnst máttu sín og síst gátu varið sig. Hanns mun verð minnst um alla framtíð sem einhver mesti fylgisveinn fjármálaflanna.

 


mbl.is Væntingar kjósenda óraunhæfar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heyr Heyr!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2013 kl. 20:36

2 identicon

Steingrímur virðist bara vera veikur, þetta er sömu sjúkdómseinkenni og finna má hjá mörgum einræðisherrum nútíðar og fortíðar. Miðað við allt þetta þá þakka ég bara fyrir að ekki er her á Íslandi, held að Steingrímur hefði ekki hikað við að beita honum til að halda völdum.

Björn (IP-tala skráð) 18.5.2013 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband