Vísasta leiðin til að stuðla að utanvegaakstri

Allt fram á tuttugustu öldina voru stundaðir hreppaflutningar. Þá reyndu hreppar að losa sig við ómagana yfir til annara hreppa, til að þurfa ekki að sjá fyrir þeim.

Nú virðist sem þetta sé að taka sig upp aftur, ekki kannski hreppaflutningar, heldur flutningar á ómagaverkefnum frá ríki til sveitarfélaga.

Vegagerðin ákveður upp á sitt einsdæmi að færa nokkrum sveitarfélögum vegspotta, hvort sem þau vilja eða ekki. Þó "gjöfini" sé mótmælt og þar af leiðandi ekki viðtekin, ákveður vegagerðin að hætta allri þjónustu við þennan veg. Það liggur í hlutarins eðli að meðan "gjöfin" er ekki viðtekin, er vegurinn á ábyrgð vegagerðarinnar. Það þarf varla að deila um það.

Þessi verknaður vegagerðarinnar vekur hins vegar upp áleitna spurningu um hvort sveitarfélög í landinu megi búast við fleiri svona "gjöfum" frá vegagerðinni. Vestfirðingar gætu orðið sérstaklega illa úti, ef þetta er ný stefna stofnunarinnar.

En það er annað sem svona uppákoma getur og mun valda. Það er utanvegaakstur. Meðan vegagerðin heldur sig við að þjóna ekki vegi sem hún hefur yfirráð yfir, sem hún mun vissulega hafa þar til sveitarfélögin samþykkja "gjöfin", drabbast vegurinn niður og verður ófær, eins og staðan er orðin í dag. Þó þeir ökumenn sem voru á ferli þarna í dag hafi snúð sínum bílum við og haldið til baka, er meiri líkur á að einhverjir leiti sér leiðar framhjá ófærunni. Aki utan vegar. Síðan koma aðrir á eftir í sömu hjólför, uns þau verða ófær og þá er farið aðeins lengra útfyrir veginn. Eftir skamma stund verða spjöll sem illmögulegt verður að laga.

Innanríkisráðherra á að taka á sig smá rökk og skipa vegagerðinni að laga veginn hið fyrst, áður en illa fer. Ef það er vilji til að færa þennan veg frá ríki til sveitarfélaga, þarf að sjálfsögðu að semja um þá færslu og hversu miklir fjármunir þurfi að fylgja veginum. Ríkið getur ekki upp á sitt einsdæmi ákveðið svona flutninga og að sjálfsögðu hafa einstakar stofnanir ríkisins enga heimild til þess.

Því hlýtur þessi vegur að vera eign ríkisins og undir þjónustu vegagerðarinnar, þar til samningar hafa náðst.

 


mbl.is Heiðmörk ófær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þótt það hljómi lýðræðislegt að láta sveitarfélögin um öll verkefni innan hverra bæjar- eða hreppsmarka, þá er það skoðun mín að það sé ávísun á vandræði að fela sveitarfélögunum að bera ábyrgð á einhverju. Stjórnarmenn bæjar - og sveitarfélaga eru einfaldlega of duglausir til að sinna einu eða neinu, hvort sem um mennta-, heilbrigðis- eða samgöngumál.

Ríkið ætti að sjá um málaflokkana menntamál, almannatrygginga- og heilbrigðisþjónustu, en samgöngumál og orkumál ættu að vera á höndum einkaaðila, sem fá að hluta til fjármagn frá ríkinu og lúta eftirliti ríkisins, því að ríkisstofnanir eins og Vegagerðin, Landsvirkjun, OR og Landsnet/Rarik hafa virkilega ekki staðið sig.

Allar ríkisstofnanir, aðrar en þær sem sinna heilbrigðis-, almannatrygginga- og skólamálum, á að leggja niður og leysa 12 þúsund opinbera starfsmenn frá störfum. Í stað bæjarstjórna er feykinóg að hafa símsvara og sjálfsala.

Pétur D. (IP-tala skráð) 9.5.2013 kl. 23:37

2 identicon

Er ekki bara hægt að fá íbúa í nærliggjandi sveitarfélögum til að bæta í veginn? Síðan er hægt að grýta þá sem standa sig ekki nógu vel. Eða of vel.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.5.2013 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband