Þrællinn og svipan

Það nær enginn hylli þrælsins með því að segja honum að svipan og hlekkirnir séu nauðsynlegir.

En þetta skilur Árni Páll auðvitað ekki. Hann heldur á svipunni, hann er starfsmaður erlendu hrægammasjóðanna, sem geyma lyklana að hlekkjunum!

 


mbl.is Tillögur Framsóknar valda bólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hver á að frelsa okkur?

Hörður (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 09:49

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sá sem hefur kjark til að ná lyklunum af hrægammasjóðunum.

Gunnar Heiðarsson, 6.4.2013 kl. 10:26

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Athyglisverð áyktun Gunnar.En hvaða hrægammasjóði ertu nákvæmega að tala um?

Jósef Smári Ásmundsson, 6.4.2013 kl. 12:44

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Fyrst og fremst erlendu vogunnarsjóðina, sem hafa keypt upp nánast allar kröfur í föllnu bankana á hrakvirði og ætla sér að græða á þeim kaupum.

Menn eins og Árni Páll og reyndar fleiri, eru tryggir starfsmenn þessara sjóða.

Gunnar Heiðarsson, 6.4.2013 kl. 13:28

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Já nú er ég sammála.En segðu mér annað.Er það rangt skilið hjá mér að framsóknarflokkur ætli að fara sömu leið og Sjáfstæðisflokkur með því að láta greiða niður lán fólks?Hef ekki séð þessar tillögur,aðeins heyrt af afspurn þar sem ég er búsettur í Noregi.Ef þetta er ekki rétt þarf ég hugsanlega að leiðrétta ýmislegt.

Jósef Smári Ásmundsson, 6.4.2013 kl. 15:28

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er himinn og haf milli tillagna Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, Jósef.

Í stuttu máli byggja tillögur Framsónar á tvennu, annars vegar að afnema verðtryggingu og er það hugsað sem lausn framtíðar og hins vegar leiðrétting stökkbreyting lána, en það er lausn fortíðar. Afnám verðtryggingar er í sjálfu sér ekkert vandamál, einungus vilji sem þarf þar. Varðandi leiðréttinguna þá er ljóst að hún kostar peninga. Þá ætlar Framsókn að sækja í uppgjör við kröfuhafa þrotabúa gömlu bankanna.

Sjálfstæðisflokkur boðar hins vegar að fólk geti nýtt sér skattafslátt til lækkunnar höfuðstóls, auk þess að nýta séreignasparnað í þeim tilgangi. Vandinn við tillögur Sjálfstæðisflokks er fyrst og frems sá að þær ganga einfaldlega ekki upp. Þær upphæðir sem þeir tala um að fólk geti nýtt í þessum tilgangi eru ekki nema u.þ.b. einn fimmti af því sem lánin hækka við hver mánaðarmót. Þá er ljóst að flestir lántakendur hafa þegar klárað sinn séreignasparnað svo þangað sækir fólk ekki mikla peninga. En slíkir skattafslættir sem flokkurinn boðar kosta líka peninga, minnka tekjur ríkissjóðs.

Þetta er auðvitað mikil einföldum á tillögum þessara tveggja flokka, en engu að síður er ljóst að mjög langt er milli þessara flokka um hvernig staðið skuli að lausn þessa vanda, sem er að setja þjóðina í annað þrot.

Það sem kannski skilur á milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, öðru fremur, er að Framsókn hefur allt frá hruni talað fyrir því að þennan vanda verði að leysa og ófár ræður og rit frá þingmönnum flokksins komið fram um það efni allt þetta kjörtímabil, ekki síst frá formanni flokksins. Fólk hefur á tilfinninguni að þarna sé fólk sem skilur eðli vandans.

Sjálfstæðisflokkur hefur aftur lítið vilja tala um þennan vanda og það sem frá þingmönnum og formanni þess flokks kemur, bendir til þess að þeir átti sig ekki alvarleik vandans. Þá má segja að það hafi gert útslagið hvernig þingmenn og formaður flokksins tóku á þessu máli á síðasta landsfundi hans. Þar lagði efnahagsnefnd landsfundarins fram tillögur til bóta, í anda þeirra tillagna sem Framsóknarflokkur hefur talað fyrir síðustu fjögur ár. Þingmenn og formaður tóku þessari tillögu efnahagsnefndar vægast sagt illa og endirinn var að hún var þynnt niður í ekki neitt. Þetta á sennilega stæðstan þátt í fylgishruni flokksins, ásamt auðvitað fleiri atriðum.

Það er því fráleitt að tala um að eitthvað sé svipað hjá þessum tveim flokkum varðandi þennan vanda. Að öðru leyti eru stefnumál þeirra keimlík, þó mismunandi áherslur megi finna í einstökum málaflokkum. Það sem skilur þessa tvo flokka að er fyrst og fremst hvernig leysa skuli vanda heimila og þar sem ljóst er að það fylgi sem hefur hrunið af Sjálfstæðisflokk, hefur safnast til Framsóknar, er ljóst að kjósendur eru að senda ákveðin skilaboð.

Þeim þykir nóg hafa verið gert til aðstoðar fjármálaheiminum og vilja nú að hugað sé að grunninum, sjálfri undirstöðu þjóðarinnar, heimilunum.

Gunnar Heiðarsson, 6.4.2013 kl. 16:22

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Mig grunar reyndar hvað vantar inn í myndina hjá mér en í guðanna bænum leiðréttið mig ef ég misskil.Ef það er rétt að Framsókn ætli að semja við Jöklabréfaeigendur um 50% niðurfellingu (nú eða hreinlega þjóðnýta)og nota ágóðann til að greiða niður íbúðarlán þá er það ekki hægt.Ástæðan er sú að þessi krónubréf eru nú þegar inn í Íslenska hagkerfinu.Þessvegna þarf að prenta seðla til að standa undir greiðslum,þar sem ekki eru til peningar til að borga út.Þá er verið að minnka verðgildi krónunnar og það þýðir verðbólgu.Eina hugsanlega leiðin væri að festa gengið í leiðinni(eða áður) og taka vísitöluna úr sambandi.Efast um að þetta sé hægt.Fyrir utan það að með samningum við eigendur fengu þeir leyfi til að fara með rest úr landi,sem þýddi veikari staða ríkissjóðs.Ég er ekki sterkur í hagfræðinni en í fljótu bragði sýnist mér þetta líta út svona.Kosturinn er náttúrulega samt sá að hægt er að aflétta gjaldeyrishöftum og þá yrði það leyst.

Jósef Smári Ásmundsson, 6.4.2013 kl. 16:29

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er erfitt að fá almenning til að trúa því að 200 milljarðar setji hér allt upp í loft, þegar við blasir að bankarnir fengu tvöfalda þá upphæð úr sjóðum þjóðarinnar til viðreysnar, samhliða því að fá lánasöfnin með gífurlegum afslætti. Hver hagnaður bankanna var vegna þess er óljós, enda hefur þjóðinni aldrei verið sagt hver sá afsláttur var nákvæmlega.

Þó er ljóst að hann hefur verið mikill, mjög mikill. Þessir bankar hafa nú afskrifað upp undir 1.000 milljarða hjá "gæðingunum", samt telja þeir sinn hagnað í tugum milljarða ár hvert frá endurreysn þeirra. Því er ljóst að afsláttur lánasafnanna var gífurlegur.

Tveir af þrem þessara banka eru nú að mestu í eigu sömu hrægammasjóða og keyptu kröfurnar í þrotabúin. Bankana fengu þeir á silfurfati úr hendi Steingríms J og því hljóta þeir að vera með í þessu uppgjöri.

Það liggur fyrir að þessir peningar eru til og miklu meira en það. Reyndar að mestu sem bókhaldslegt fjármagn ennþá, eða þar til uppgjör hefur farið fram, þá verður þetta bókhaldsfé að beinhörðum peningum. Sama á við um hækkun höfuðstóls lána heimilanna. Stæðsti hluti þeirrar hækkunnar verður ekki að peningum fyrr en eftir mörg ár og áratugi í sumum tilfellum. Einungis lítill hluti þess fjármagns lendir í afborgun lánanna, en samt nógu stór hluti til að setja flest heimili landsins á hliðina.

Ef ekkert er að gert mun fjöldi heimila fara á hausinn, miklu meiri fjöldi en bankarnir ráða við og þeir munu falla. Ríkissjóður mun ekkert geta gert og falla einnig. Þá er hætt við að Jöklabréfin verði lítils virði!

Þetta er í raun spurning hvort við ætlum að halda sjálfstæði okkar sem þjóð áfram. Þeir sem telja að réttur þessara kröfuhafa sé meiri en þjóðarinnar, eru á rangri braut og þeir sem telja að vandi heimilanna sé ekki mikill, eru á villigötum.

Því miður er staðn sú í dag að stjórnmálastéttin hefur að mestu misst trúnað þjóðarinnar, henni þykir sem þessi stétt, sem á að standa vörð þjóðarinnar, hafi hallað sér hellst til mikið að fjármálastéttinni og hrægammasjóðunum. Vonbrigðin með núverandi stjórnvöld er mikil, þar sem fólk trúði að þar væri fólk sem hefði kjark. Í ljós kom að hann var ekki til staðar.

Því horfir þjóðin til annara átta. Einhvernveginn eiga nýju framboðin erfitt með að ná trausti þjóðarinnar og Sjálfstæðisflokkur hefur ekki verið trúverðugur frá síðasta landsfundi. Ég hef áður nefnt í því sambandi tillöguleysi hans til lausnar vanda heimilanna, en einnig má nefna að innan þingmanna og frambjóðenda flokksins er fólk sem er nefnt við "gæðingana" sem hafa fengið óeðlilegar niðurfærslur lána, með réttu eða röngu. Þjóðinni fynnst það frekar holur hljómur þegar þetta fólk segir síðan að ekkert sé hægt til að leiðrétta stökkbreytt lán heimila. Ekki má heldur gleyma þeim efa sem margir innan flokkseigendaklíkunnar sáðu, eftir landsfundinn, þegar þeir hver af öðrum réðust gegn samþykktum fundarins á opinberum vettvangi. Þarna veitti flokkseigendaklíkan flokkinn svöðusár, sem seint mun gróa.

Gunnar Heiðarsson, 6.4.2013 kl. 17:32

9 identicon

Hér er spurning Hrægammurinn ákveður að selja Frosta Arion og Simma Glitni. Þeir eru sammála að virði bankanna beggja sé 200milljarðakrónu virði,en þeir komast að niðurstöðu þar sem Frosti og Simmi eiga Evrur sem gammurinn getur notað. Að kaupverð verði 100 milljarða króna sem greiðist evrum. Hvernig ætlar framsókn að nota afsláttin til að koma heimilunum til nota. Ég sé ekkert hvernig ríkið getur fengið afsláttin.Sorrý.En Frosti og Simmi gerðu góðan díl.

Hörður (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 22:20

10 identicon

@Jósef Smári, @Hörður.

Ég er víst farinn að röfla þetta á annari hverri síðu á moggablogginu og get allt eins haldið því áfram á þessari síðu.

AGS og reyndar Róbert Westman hafa lagt það til að höftin verði losuð með því að ríkið (eða SÍ?) gefi út langt skuldabréf í erlendri mynt. Fræðilega séð þá er hægt að ímynda sér að ríkið skipti á öllum krónueignum erlendra aðila (lausar innistæður, ríkisskuldabréf, verðbréf og lánasöfn) og slíku skuldabréfi. Í framhaldinu þá héldi ríkið á stóru eignasafni sem hægt væri að koma í verð eða bara nota t.d. lausu innistæðurnar til þess að færa niður lán heimila og fyrirtækja til þess að segja eitthvað.

Ég er ekki að taka afstöðu til þess hvort að þetta er skynsamleg leið eða ekki en ég held að þetta snúist fyrst og fremst um hvort að hægt sé að ná slíkum samningum og þá á hvaða skiptigengi en ekki hvort að afsláttinn sé tæknilega hægt að nota í að færa niður skuldir eða ekki. Það er held ég augljóslega hægt að gera ef menn vilja það.  

Seiken (IP-tala skráð) 7.4.2013 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband