Skítkast í fjölmiðlum

ASÍ hefur ekki efni á að standa í skítkasti gegnum fjölmiðla. Ímynd þess hefur borið það mikinn skaða undanfarið, að þessi aðferð er sambandinu ekki til uppdráttar.

Það liggur fyrir að nokkrar verslanir vilja ekki vera með í verððkönnunum ASÍ. Eigendum þeirra er auðvitað heimilt að gera slíkt og ekkert sem ASÍ getur við því gert. Ef eigendur þesssara fyrirtækja vilja stjórna sínu fyrirtæki með þessum hætti, er það þeirra mál og áhættan við að missa viðskiptavini vegna þessa, er þeirra.

Þegar þessi staða kom upp, réðst ASÍ með heift að þessum verslunum og sökuðu þær m.a. um að vilja starfa í leynd og gáfu í skyn að einhverjar óheiðarlegar hvatir lægju þar að baki. Ekki létu forsvarsmenn ASÍ duga eina grein um málið í fjölmiðla, heldur var á þessu klifað aftur og aftur.

Að lokum gafst einn verslunareigandinn upp og bar hendur yfir höfuð sér með blaðagrein. Og ekki stóð á svari frá ASÍ, enn meira skítkasti. Reyndar ótrúlegt að þeir verslunareigendur sem fyrir mestu skítkastinu orðið, af hálfu ASÍ, skuli ekki láta reyna á málflutning forsvarsmanna ASÍ fyrir dómstólum.

Ef það er virkilega vilji ASÍ til að fá þessar verslanir í sína verðkönnun á það að fara samningaleiðina að þeim. Skili sú samningaviðleitni ekki árangri, á ASÍ að láta málið kjurt liggja. Að fara í skítkast í fjölmiðlum er engum til framdráttar og alls ekki sambandinu.

Það er í valdi eigenda þessara verslana hvort þeir vilji vera með í slíkri verðkönnun, þó auðvitað væri best að sem flestir verslunareigendur tækju þátt í henni. Að ætla að nauðga einhverjum hefur aldrei skilað öðru en hörmungum.

Með sömu framkomu ASÍ gegn þeim sem ekki vilja vera í samstarfi við sambnadið um verðkannanir, má gera ráð fyrir að enn fleiri verslunareigendur dragi sig út úr þessum könnunum. Þá hefur ASÍ tekist að rústa enn einu málinu sem því er treyst fyrir.

Það væri svo sem í anda þess sem sambandið hefur starfað undanfarin ár!

 


mbl.is Er betra að veifa röngu tré en öngvu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband