Lifur þjóðin af kosningaveturinn ?

Mun þjóðin lifa af fram til næsta vors? Eða verða stjórnvöld búin að koma landinu í þrot?

Það er von að þessar spurningar hvarfli að manni, eftir yfirferð frétta þennan morgunin. Frétt af því að útgerðamenn hafi nú sett sjómenn upp að vegg og krefjist aukinnar hlutdeildar í aflaverðmæti vegna aukins kostnaðar, einkum vegna viðigjaldsins, vekur visulega ugg. Sú deila gæti allt eins endað með verkföllum og tilheyrandi ósköpum fyrir þjóðina. Í umræðum um þetta mál, síðasta vor, var efnahags og viðskiptaráðherra duglegur við þær fullyrðingar að gjaldið myndi ekki koma neitt á aðra en útgerðamenn. Annað hefur nú komið á daginn, fiskiskip seld og áhafnir þeirra setar í land og nú skal bein þáttaka sjómanna í þessu gjaldi verða nauðguð fram. 

Hækkun virðisauka á gistirými er nú að leggja ferðaþjónustuna í rúst. Bókanir hafa stöðvast erlendis og fjöldi fyrirtækja í ferðaiðnaði hefur stöðvað alla uppbyggingu hjá sér. Þetta var auðvitað fyrirséð, þ.e. hjá því fólki sem notar heilann til að hugsa. Þarna er alvarlega verið að vega að þeirri atvinnugrein í landinu sem mestur og í raun eini vaxtabroddurinn hefur verið í frá hruni. Nú skal sá broddur brotinn.

Fyrirtækjarekstur, sérstaklega ef hann er í stærri kantinum, eða að hugsanlegur hagnaður geti stafað af honum, hefur fengið sérstaka meðhöndlun stjórnvalda. Þar hefur markvisst verið unnið gegn öllum slíkum hugmyndum. Sem betur fer voru hér á landi nokkur stóriðjufyrirtæki, þegar landið fór á hausinn. Þrátt fyrir töluverða tilburði stjórnvalda til afskipta af rekstri þeirra, hefur slíkt ekki tekist enn og þessi fyrirtæki fært okkur störf og auð. Nú ber svo við að erlendar ástæður eru þess valdandi að rekstur þeirra er að þyngjast. Þetta er auðvitað tímabundið ástand sem mun lagast þegar fram sækir.

Hér er tekið á þeim þrem meginstoðum sem hafa fleytt okkur yfir þann skafl er myndaðist við hrun bankanna, fiskveiðar, ferðaþjónustu og stóriðju. Það er því von að maður velti fyrir sér hvort þjóðin muni lifa til næsta vors, þegar stjórnvöld vinna markvisst að því að skerða vaxtamöguleika þeirra tveggja atvinnugreina sem enn geta vaxið, fiskveiðar og ferðaþjónustu, á sama tíma og þriðji stofninn undir hagkerfinu á við utanaðkomandi erfiðleika að stríða. 

Það er leitun að svona stjórnun og sennilega hvergi hægt að benda á sambærilegt, jafnvel ráðstjórnarríkin hefðu ekki beitt slíkum aðferðum og var margt skrítið gert á þeim bænum.

Ofaná þessa ótrúlegu óstjórn, þar sem öllu er snúið á haus, bætist svo við að almennir kjarasamningar munu losna eftir áramót, einkum vegna svika stjórnvalda. Svo langt er milli þess sem launafólk telur sig þurfa til að lifa og þess sem atvinnurekendur telja sig geta greitt, að fyrir séð er að ekki mun nást samningur þar í milli. Við slíkar aðstæður hafa stjórnvöld komið til hjálpar, annað hvort með aðgerðum sem auðvelda atvinnurekendum að greiða hærri laun, eða með aðgerðum til handa launþegum svo þeir fái lifað af launm sínum. Nú er þessi leið ekki lengur fyrir hendi, þar sem stjórnvöld hafa sýnt það í verki að þeim er ekki treystandi, þvert á móti hafa aðgerðir þeirra verið í algjörri andstöðu við gefin loforð. Því stefnir allt í alsherjar verkföll á komandi kosningavetri.

Fari svo að þjóðin tóri af veturinn mun ærið verkefni bíða næstu ríkisstjórnar. Það tjón sem núverandi stjórn hefur valdið og það tjón sem nú er í uppsiglingu vegna hennar, mun verða af stærðargráðu sem gerir bankahrunið sem hjóm eitt.

Og meðan á þessu öllu gengur er hugur þingmanna, hvort sem er í stjórn eða stjórnarandstöðu, bundinn við einhverja ófullgerða skýrslu um spillingu fyrri ára og bundinn við aðildarumsón að ESB, sem stór meirihluti þjóðarinnar er á móti.

Fær þetta fólk ekki greitt fyrir að stjórna landinu? Fær þetta fólk ekki greitt fyrir að vinna landinu heilla?

 


mbl.is Afbókanir gesta dynja yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband