Er Höskuldur hræddur ?

Það er ljóst að Höskuldur Þórhallson ætlar að halda sig við að sækjast eftir fyrsta sæti á lista flokksins í norðausturkjördæmi og keppa um það við formann flokksins. Það er auðvitað hans réttur, en lýsir þó kannski helst því að hann hefur ekki sæst á niðurstöðu formannskjörsins, veturinn 2009.

Hins vegar gengur Höskuldur þarna gegn þeirri umræðu sem verið hefur innan flokksins um að formaðurinn verði í framboði í höfuðvígi flokksins, norðausturkjördæmi. 

Höskuldur hefur beðið formanninn að víkja fyrir sér. Hefur hann einhvern einkarétt á fyrsta sætinu? Er ekki, úr því sem komið er, best að láta kjósendur flokksins skera úr um hvor þeirra fái þetta sæti? Þorir Höskuldur ekki að fara í slíka baráttu?

Andstæðingar Framsóknarflokks eru núna kátir og líta þetta sem einhverjar hamfarir fyrir flokkinn. Það er ekki víst að það mat sé rétt. Það er engum flokk hollt að engin umræða fari fram um stefnu og störf. Því gæti slík barátta allt eins styrt flokkinn og gert hann betri. Það veltur þó á því hvernig menn spila úr þessum slag.

Séu þær deilur innan flokksins sem andstæðingar hans telja, má segja að slíkt uppgjör sé nauðsynlegt og að því loknu verði kjósendur betur meðvitaðir um hvert hann stefnir. Það er styrkur.

 


mbl.is Bað Sigmund að fara ekki fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband