Það er sárt þegar sannleikurinn bítur í hælinn

Steingrímur er farinn að óttast. Hann óttast sannleikann.

Það er nefnilega svo að forsenda þess að kommúnismi geti þrifist, er að ríkið ráði yfir öllum fjölmiðlum. Að fréttir sé samdar í stjórnarráðinu og fluttar landsmönnum að velþóknun stjórnarherranna!

En Steingrímur er kokhraustur að vanda og segist ekki óttast kosningabaráttuna. Hann hælir sér að sjálf sögðu en aumkar sig þó yfir mikilli vinnu, eins og smákrakki.

Bullið veltur upp úr blessuðum manninum, hann segir að veiðigjöld muni ekki hafa áhrif á rekstur sjávarútvegfyrirtækja né muni hafa áhrif á kjör sjómanna og fiskvinnslufólks. Þetta segir hann þrátt fyrir að ljóst sé að fyrirtækin séu nú hvert að öðru að endurskipuleggja sinn rekstur og að þegar hafi komið til uppsagna vegna þessa gjalds. Hann er svo barnalegur í hugsun að hann heldur virkilega að útgerðamenn muni taka þetta gjald úr eiginn vasa!

Einungis ein setning er í bréfinu um ESB umsóknina, það mál sem flokksmönnum svíður þó mest. Þau svik flokksins við kjósendur eiga sér ekki hliðstæðu og hefði maður haldið að forysta flokksins þyrfti að koma til flokksmanna einhverjum skýringum um þá gerð og hvað framundan er á því sviði. Að forystan segði af eða á með hvort hún ætli að halda áfram á þeirri svikabraut.

Hins vegar er talað um "gömlu valdaklíkuna" trekk í trekk í bréfinu. Það sýnir best hversu fastur maðurinn er hinu gamla, hversu illa honum hefur gengið að slíta sig frá þeirri gömlu pólitík sem allir landsmenn vilja burt. Áróðurstækni Steingríms er af gamla skólanum og hugsanlega virkar hún á einhverja harða kommúnista, en ekki hugsandi fólk!

Um afrek þessarar ríkisstjórnar þarf ekkert að rífast. Þau eru engin, akkúrat engin!!

Það sem unnist hefur frá hruni hefur unnist af þeirri einföldu ástæðu að tekist hefur að halda þessari ríkisstjórn niðri. Að tekist hefur að stöðva helstu afglöp hennar. Ef ríkisstjórninni hefði tekist sitt ætlunarverk væri ástandið hér skelfilegt, svo ekki sé fastar að orði kveðið!!

En þó hefur ríkisstjórninni tekist að koma sumum af sínum málum fram. Aðildarusóknin er þar fyrirferðamest og hefur rekið slíkann fleig í hjarta þjóðarsálarinnar að seint verður grætt aftur. Ýmis fleiri mál er hægt að telja, svo sem fylgispekt Steingríms við fjármálafyrirtækin. Hann hlýtur að þurfa að útskýra fyrir þjóðinni alla þá milljarða sem hann hefur kastað þar á glæ.

Framkoma stjórnarherranna við þá sem minnst mega sín, aldraða, öryrkja og sjúka, mun lengi verða í minnum höfð. Það er erfitt að finn skammaryrði á það fólk sem hagar sér með þeim hætti gagnvart minnimáttar, sem stjórnarherrarnir hafa gert. Flenging á almannafæri væri léttvæg refsing fyrir þessa svívirðu þeirra!!

Það er von að Steingrímur sé farinn að óttast, hann hefur fulla ástæðu til. Hann óttast sannleikann.

Áróðursbréf Steingríms og félaga má nálgast hér. Það er svo sem ekki mikil ritsmíði og mun seint teljast til fagurbókmennta, en full ástæða fyrir sem flesta að renna augum yfir það. Það sýnir best hugsanhátt og fláræði þessa fólks!!

 


mbl.is VG hefur áhyggjur af fjölmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það er ekki von á góðu þegar menn hafa ekkert annað gert en að svíkja og ljúga til að ná valdi, og ekki þorir Steingrímur að nefna svikin þau sem hann viðhafði í fögru kosningarloforðunum sínum við kjósendur sína sem margir hverjir eru búnir að missa allt sitt...

Ég held að VG ætti að gera sér grein fyrir því að flokkurinn í þeirri mynd sem hann er í í dag er búinn að vera, og það er Steingrími J. Sigfússyni að þakka og kenna og engum öðrum...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.7.2012 kl. 08:13

2 identicon

Verulega furðulegt bréf!  Hvað eru þau að meina eiginlega??

Skúli (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband