Tappinn flaug úr yfirfullri flöskunni

Þegar Þóra var fengin til að berjast gegn sitjandi forseta tók fréttastofa RUV strax upp þau vinnugrögð að hampa henni sérstaklega. Svo rammt gekk fyrstu dagana eftir að hún tilkynnti sitt framboð, að útvarpsstjóri sá sig tilneyddann til að ávíta fréttamenn og starfsfólk stofnunarinnar, reyndar þó ekki fyrr en eftir mikil mótmæli frá almenningi.

Þetta var auðvitað mikið áfall fyrir margann starfsmann RUV, enda um samstarfsmann þeirra að ræða. Oft var þó gengið á blábrúninni, þó þannig að ekki var hægt að segja að starfsmenn stofnunarinnar gengju erinda Þóru.

Það virðist sem starfsmenn RUV hafi litið svo á að þetta bann útvarpsstjóra gilti einungis fram að kosningum, að minnsta kosti virtist ekki vera farið eftir því í kosningaútvarpi og sjónvarpi stofnunarinnar. Þar var öll umfjöllun um Þóru á jákvæðum nótum en umræðan um Ólaf var hins vegar ákaflega neikvæð, þó kannski sumir þáttastjórnendur hafi haldið að þeir væru að fara með gamanmál.

Þáttur Ólafs Þ Harðarsonar, stjórnmálafræðings, var nokkuð sérstakur. Hann var fenginn til að greina tölur, ekki eins og það sé mjög flókið mál, þær tala sínu máli sjálfar. Ólafur Þ hélt mikinn fyrirlestur um þá breytingu á fylgi sem forsetinn fékk í tilliti til fylgis við stjórnmálaflokka og bar saman við hvernig það var 1996. Þar undraðist hann mikið hversu mikið fylgi hann fékk nú frá sjálfstæðisfólki, öfugt við það sem var "96. Um þetta gat Ólafur Þ talað nokkuð lengi en minntist lítið á hvernig fylgi vinstriflokkanna hafði hrunið frá forsetanum, sem var þó mun merkilegra í þessum samanburði. Stjórnmálafræðingnum þótti sín skýring merkileg og gerði grín að kjósendum sjálfstæðisflokks. Nú er það svo að fólk var að kjósa sér forseta, ekki Alþingi, en eitthvað virðist það hafa ruglast í kolli stjórnmálafræðingsins.

Þá var mikið grín gert að því að ungir sjálfstæðissinnar skyldu halda kosningavöku forsetanum til heiðurs og það í Valhöll. Nánast allir starfsmenn RUV sem létu heyra í sér í þessari útsendingu þurftu að koma þessu máli að og sumir margtuggðu á þessu. Það var látið líta svo út sem þessi vaka væri sú eina sem væri forsetanum til heiðurs og að um einhvern stór viðburð að ræða. Eitthvað klikkaði þó í útsendingu útvarpsins af þessum fundi og ekki náðist að klippa viðtal við formann ungra sjálfstæðismanna til. Þar kom fram að um fámenna samkomu var að ræða, innan við 200 manns. 

Þetta eru einungis tvö dæmi um vinnubrögð starfsmanna RUV í útsendingunni, fjölmörg fleiri væri hægt að telja.

Það var sem tappin hafi flogið úr yfirfullri flöskunni á fréttastofu RUV. Eftir að hafa þurft að sæta þeirri kvöð að flytja fréttir á hlutlægann hátt um frambjóðendur í nokkrar vikur, var nú kærkomið tækifæri til að láta móðann mása og það gerði starfsfólk fréttastofunnar svo sannarlega.

Ef ekki hefði verið fyrir þátt Þorsteins Guðmundssonar í þessari útsendingu, er hætt við að lítið hefði verið varið í hana. Hann stóð sig vel!

 


mbl.is Nýbökuð móðir viðurkennir ósigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Þorsteinn var góður með sínar pælingar og hugsanir á hlutunum...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 1.7.2012 kl. 08:31

2 identicon

það vat ömurlegt að horfa á ríkisútvarp sjónvarp falla á öllum prófum á kosningavöku. það hlítur að verða gerð úttekt a hlutleyssisstefnu þess. og nú er ég endanlega á því að það þurfi að afnema skylduáskrift

björn grétar sveinsson (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 08:47

3 identicon

Góðir punktar Gunnar. Ég skynjaði þetta líka með neikvæðnina gagnvart Ólafi. Ég finnst svo stundum til með Ólafi Þ þar sem hann er beðinn um að túlka hið merkingarlausa (ég trúi því varla að hann stýri því hvaða gögn eru valin til túlkunnar).

Til hamingju Ólafur Ragnar og þakkir til hinna frambjóðendana fyrir að bjóða sig fram. Lifi lýðræðið!

Björn (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband