Allt að 20 standandi farþegar í hverjum bíl

Strætó BS hefur nýverið endurnýjað samning um akstur á leiðinni Akranes Mosfellsbær. Í þessum nýja samning er kveðið á um heimild til að hafa allt að 20 standandi farþega í hverjum bíl á þessari leið.

Þetta er ótrúlegt en satt. Vera má að í lagi sé að farþegar standi í vögnum Strætó, innan borgarinnar, en að útfæra það yfir í bíla sem aka eftir þjóðvegum landsins er með ólíkindum. Hvar endar slík vitleysa? Verður þá ekki þeim sem aka með farþega milli Akureyrar og Reykjavíkur einnig heimilt að taka upp sama fyrirkomulag?

Það er ekki eins og þessi leið, milli Akraness og Mosfellsbæjar, sé hættulaus. Fyrir skömmu fauk strætisvagn á þessari leið af veginum og ekki er langt síðan það gerðist áður. Hvernig slys hefði orðið ef þá hefðu verið allt að 20 standandi farþegar um borð? Kjalarnesið er oft á tíðum erfiður vegakafli, einkum á vetrum.

Það verður ekki betur séð, með þessari breytingu, en að verið sé að gjaldfella öryggið. Jafnvel svo að vart verður þorandi að taka sér ferð með strætó þessa leið. Og hvað með bílstjórann sem ber ábyrgð á farþegum? Mun sú ábyrgð færast á stjórn Strætó?

Mammon er frekur og ágjarn. Þarna hefur hann náð tökum á stjórnarmönnum Strætó BS.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband