Grímulausar árásir á Jón Bjarnason

Það dylst engum að hinar grímulausu árásir sem Jón Bjarnason verður fyrir nú, einkum af hálfu þingmanna og ráðherra úr samstarfsflokknum og einnig meðal þingmanna úr eigin flokki, eru vegna andstöðu hans við ESB aðild og framgöngu hans í því máli. Vinnuplagg um stjórn fiskveiða er einungis blóraböggull í þeim árásum.

Árásir á Jón af hálfu þingmanna samstarfsflokksins eru ekki nýmæli, þó vissulega sé alveg nýtt að forsætisráðherra ráðist að samráðherra sínum með þeim hætti sem hún gerði í fjölmiðlum síðastliðinn sunnudag. Slíkt er með öllu fordæmalaust, nema á eftir fylgi beiðni um lausn ríkisstjórnarinnar.

Það kemur hins vegar á óvart hversu sumir þingmenn VG hafa verið harðir gegn Jóni og hversu vel þeir styðja málstað Samfylkingar gegn honum. Að minnsta kosti tveir þingmenn VG lögðu fram sinn dóm gegn Jóni strax í kjölfar árásar Jóhönnu, án þess að málið væri rætt af skynsemi og yfirvegun. Þennan dóm felldu þessir þingmenn stax og í kjölfarið fylgdu fleiri á eftir. Það tók tvo daga uns einhver sýndi Jóni samstöðu úr hans eiginn flokki!

Hverjar hvatir þessara þingmanna liggja að baki því að styðja Jóhönnu gegn ráðherra úr eigin röðum er erfitt að segja til um. Varla eru þeir svo æstir í inngöngu í ESB, ef svo er eru þeir í röngum flokki. Ekki geta þeir haldið fram með hreinni samvisku að ástæðan sé tillagan sem Jón lagði fram til lausnar deilunni um fiskveiðar, þar sem leitun er á betri vinnubrögðum en hann beitti í því máli.

Hvaða annað deilumál innan stjórnarflokkanna og reyndar þjóðarinnar allrar, hefur fengið faglegri meðferð en einmitt það mál Jóns? Hvaða deilumál hefur farið þá leið að valdur er hópur manna til að yfirfara  þá þætti málsins sem mest er deilt um og vinna út frá því skjal til fyrirlagningu ríkisstjórnarinnar, áður en lengra er haldið? Þeir sem deila á vinnubrögð Jóns verða að benda á það! Vissulega má deila um hugmyndir þessara tillagna, en það er allt annað mál.

Eftir stendur að þeir þingmenn VG sem hafa ákveðið að standa að baki Samfylkingunni gegn ráðherra VG, eru hræddir um eiginn stól á Alþingi. Þeir eru að hugsa um það eitt að halda ríkisstjórninni saman til að fá að sitja örlítið lengur á framfæri þjóðarinnar, vita sem er að þeim verður hafnað í næstu kosningum og þurfa jafnvel sumir að fara á sjó aftur!

Það er sorglegt að til skuli þingmenn innan VG, þess eina flokks sem alfarið lagðist gegn umsókn í ESB fyrir síðustu kosningar og fengu mörg atkvæði vegna þeirra loforða, skuli vera tilbúnir að styðja Samfylkinguna í þeim hernaði að losna við þann eina ráðherra ríkisstjórnarinnar sem fer í einu og öllu að samþykkt Alþingis um umsóknina. Að til sé þingmenn innan VG sem ekki vilja selja hluta úr landinu, heldur landið allt með manni og mús! Að til séu þingmenn innan VG sem eru tilbúnir að fórna öllum gildum flokks síns til þess eins að fá að vera á framfæri þjóðarinnar nokrum mánuðum lengur!! Þetta fólk er aumkunarvert!!

Það er deginum ljósara að ef Samfylkingunni tekst að losa sig við Jón úr ríkisstjórn, sem allar líkur eru á, með hjálp samflokksmanna hans, mun ESB aðlögunarferlið fara á fulla ferð. Þá mun allur kraftur verða lagður í það mál eitt, enda óþarfi að eyða tíma í önnur minni, sem munu flest færast hvort eð er til Brussel!

Þá munu málefni aldraðra og sjúkra skipta litlu máli, málefni fjölskyldna sem berjast í bökkum og missa heimili sín í hundruða og þúsunda tali eða málefni fyrirtækja sem eru hvert af öðru að leggja upp laupann, verða léttvæg. Það mun ekki verða lögð vinna eða tími í slík smámál, ESB mun fá allan forgang!!

 


mbl.is „Þjóðin veit fyrir hvað ég stend“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jóni var trúað fyrir mikilvægum málaflokki en hann var ekki maður til að rísa undir því þrátt fyrir alla sína ráðgjafa og aðstoðarmenn.

Það kom á daginn að hann hafði unnið bak við all og alla sem hann hefði átt að vinna með. 

Svo má spyrja hver sé að stinga hvern. 

Þetta mál hefur ekkert með ESB eða sjávarútveginn að gera heldur vinnubrögð og samstarf og samvinnu.

Jón hefur sýnt hvernig á ekki að gera hlutina.

Ég er honum sammála varðandi ESB og allt það en svona haga menn sér ekki.  

 Og Ögmundur er hálfu verri.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 21:31

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þegar ráðherra er að leita lausna á málefni sem er verulega umdeilt, eins og fiskveiðistjórnun, er eðlilegt að grunnur sé lagður í þröngum hóp. Síðan er niðurstaða þess hóps lagður fyrir ríkisstjórnina til frekari úrvinnslu. Þetta er akkúrat það sem Jón gerði, hverjar skoðanir menn hafa svo á niðurstöðu hópsins.

Það sem Jón gerði og er ekki samkvæmt hefðinni, er að hann lagði þessa niðurstöðu fram á netinu, þar sem allir gátu skoðað hana. Þetta er vissulega í anda þess gagnsæis sem stjórnin hefur boðað svo grimmt, en ekki framkvæmt. Það má vissulega gagnrýna þennan þátt, en þá eru menn einnig að gagnrýna að stjórnsýslan verði opnuð.

Það er ljóst að stjórn fiskveiða er mjög umdeild og ekki síður hvert skuli stefna í þeim málum. Hvergi er þó ósamstaðan meiri en innan þingflokks Samfylkingar. Ef Jón hefði valið þá leið að vinna þetta mál í stórum hópi, þar sem t.d. þingmenn Samfylkingar hefðu sína fulltrúa, væri það enn á byrjunarreit. Það er nú komið þangað, en ekki þó af völdum Jóns heldur Jóhönnu, með dyggum stuðningi Ólínu Þorvarðardóttur.

Það er einmitt það sem Jóhanna vill. Hún hefur engan áhuga á að leysa þetta mál og missa með því eitt að sínum stæðstu kosningarvopnum.

Gunnar Heiðarsson, 29.11.2011 kl. 22:07

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þá þarf að skoða söguna í réttu samhengi, þó stutt sé í þessu tilfelli. Frá því að Jón lagði tillögur sínar fyrir ríkisstjórnina, til frekari vinnslu, liðu fimm dagar þar til forsætisráðherra ræðst gegn honum. Tveim dögum áður en hún ræðst gegn Jóni, úrskurðar Ögmundur að kínverskur vinur æðsta fólks innan Samfylkingar fái ekki að kaupa jörð á Íslandi.

Jóhanna veit að hún er ekki manneskja til að ráðast gegn Ögmundi, enda hefur hann ekki beytt sér með jafn góðum árangri fyrir því að staðið sé við samþykkt Alþingis í umsóknarferlinu. Jón hefur hins vegar staðið harður á því að hvergi sé hvikað frá þeirri samþykkt og það hentar Jóhönnu ekki. Því nýtir hún sér þetta verk Jóns til að ráðast gegn honum, þó fimm dagar séu liðnir frá framlagningu vinnuskjalsins!

Það sem mestu skiptir í huga Jóhönnu er að koma umsóknarferlinu á fullt skrið. Til þess þarf að fara framhjá samþykkt Alþingis um það mál frá 16. júli 2009!

Gunnar Heiðarsson, 29.11.2011 kl. 22:15

4 identicon

Endemis bull er þetta. 

Jón var búinn að leggja fram frumvarp sem stjórnarflokkarnir höfnuðu báðir. Það eru ekki eðlileg vibrögð að fara bak við sína eigin flokksmenn með nefndaskipan. 

Svo var hann beðinn um að setja ekki þessi vinnuplögg á netið því bara sá gjörningur myndi eyðileggja samningsstöðuna gagnvart LÍÚ. 

Maðurinn er bara fífl.  Svo ætlar Mogginn að birta auglýsinguna til stuðnings Jóni - frítt. 

Það segir hverjir hagnast á svona vinnubrögðum.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 22:20

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er ekki hægt að svara svon málflutningi sem þú viðhefur Jón, en vonandi líður þér vel!

Gunnar Heiðarsson, 29.11.2011 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband