Dularfull könnun

Það gengur illa að fá nánari fréttir af þessari skoðanakönnun. Þessi litla frétt hér á mbl.is, þar sem vísað er til Fréttatímans er það eina sem finnst í fjölmiðlum. Þegar farið er inn á síðu Sterkara Ísland er sama frétt þar og hér og einnig vísað til Fréttatímans, þó Sterkara Ísland hafi beðið um könnunina. Á heimasíðu Capacent Gallup er ekki stafkrók að finna um þessa könnun!

Það er margt á huldu um þessa skoðanakönnun, þó vitað sé að spurningarnar hafi verið leiðandi. Það kemur til dæmis ekki fram fjöldi þeirra sem eru óákveðnir. Framsetning gagna þessarar könnunar er í algerri andstöðu við þá framsetningu sem Gallup er vön að leggja fram. Einungis er talað um hlutfall á milli þeirra sem afstöðu tóku og niðurstaða þess tíunduð. Þegar annar hópurinn fær einungis 53,1% þarf ekki mörg atkvæði óákveðinna til að sú prósenta fari niður fyrir 50.

Í öllum könnunum frá Capacent Gallup eru gögn lögð fram þannig að fram komi; mest á móti, á móti, hlutlaus, með og mest með. Þar til slík framsetning er lögð fram af hálfu fyrirtækisins, er ekki hægt að taka mark á könnuninni.

Þá virðist sem hver sem er geti keypt sér spurningar hjá fyrirtækinu. Með því selur það trúverðugleik sinn. Capacent Gallup er í flestra huga traust könnunarfyrirtæki og því traust heldur það einungis með því að gera kannanir sem ekki er hægt að efast um. Þegar spurningar eru leiðandi kviknar efinn og trúverðugleikinn er í hættu.

Það væri gaman að sjá könnun með eftirfarandi spurningum:

Vilt þú að umsóknin að ESB verði dregin til baka og síðan KOSIÐ um það hvort aframhald skuli vera á henni?

Vilt þú að aðlögunarferli sem líkur með samning um inngöngu í ESB, verði haldið áfram?

Það efast enginn um að þetta eru leiðandi spurningar, alveg jafn leiðandi og þær sem könnunin er byggð á.

Skoðanakönnun á að byggjast á einni spurningu um eitt efni. Tvær spurningar gera könnunina flókna og niðurstöðuna tvíræða. Þegar svo við bætist að önnur spurningin er komin í tvo liði, er könnunin orðin ómarktæk.

Hvers vegna var ekki einfaldlega lögð fram einföld spurning, t.d.:

Vilt þú að aðildarumsókn okkar að ESB verði dregin til baka?

Eða:

Villt þú að haldið verði áfram aðildarviðræðum við ESB?

Einungis með svona einföldum spurningum, þar sem svarað er sömu spurningu hvort sem menn eru með eða á móti, fæst rétt niðurstaða. Eins og þessi könnun virðist vera lögð fram, svara andstæðingar einni spurningu og meðmælendur annari, þeir sem eru óákveðnir svara svo þeirri spurningu sem inniheldur eitthvað sem þeim líkar, t.d. hvort þeir fái að kjósa.

Eins og ég sagði í upphafi er erfitt að finna eitthvað um þessa könnun. Er það kannski vegna þess að þeir sem könnunina gerðu skammast sín fyrir vinnubrögðin, eða er það vegna þess að þeir sem borguðu könnunina vilja ekki að allur sannleikurinn komi fram? Að einungis megi opinbera valda niðurstöðu hennar.

 


mbl.is Meirihluti vill kjósa um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta skýrist alveg þegar næsti þjóðarpúls kemur þar er bara spurt um já og nei um þessi mál.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband