Sannleikurinn er sár

Doði er nokkuð vægt orðalag yfir algerann dauða. Það er ekkert að gerast, akkúrat ekki neitt.

Fjölskyldur landsins svelta, atvinnuleysi er í hámarki, fyrirtækin leggja upp laupana, nema auðvitað þau fyrirtæki sem bankarnir eiga, þau fá nægt fjármagn. Þeir sem eru svo kjarkaðir að vilja leggja fé til atvinnuuppbyggingu rekast á ókleifa veggi stjórnvalda. Og ASÍ talar um doða!

ASÍ, undir forustu Gylfa Arnbjörnssonar, hefur stutt vel við bak ríkisstjórnarinnar, stutt við þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa haft í frammi gegn þegnum landsins. Má þar nefna stöðuna með fjármagnsfyrirtækjunum gegn þegnunum og þær handónýtu aðgerðir sem ætlaðar eru til hjálpar heimilum, aðgerðir sem engum hjálpa. ASÍ hefur staðið að baki stjórnvöldum í svikum þeirra við launafólkið, svikum við efndir stöðugleikasáttmálans 2009 og svikum við efndir aðgerða vegna kjarasamninga síðasta vor. ASÍ hefur staðið að baki stjórnvalda í skattpíningu, sem hefur leitt til enn meiri hörmunga launafólks, skattpíningu svo bankar landsins fái fitnað. ASÍ hefur staðið að baki stjórnvalda í þeirri óheillaför sem þau eru að leiða landið í, ESB aðlögunarferlið.

ASÍ hefur setið hjá, líkt og stjórnvöld, þegar svo þessir feitu bankar færa hrunhönnuðunum og ræningjunum sem rændu gömlu bankana, stór fé og oftar en ekki fá þessi menn að halda fyrirtækjum sínum. Afgreiðslan á 365 miðlum og skuldum Ólafs í Samskipum, eru einungis smá brot af þeirri vitfirringu sem tíðkast. Á meðan er sagt að ekki sé til peningur til að halda lífi í þegnum landsins. Ekki fer mikið fyrir gagnrýni ASÍ á þetta, ekki heyrist mikil gagnrýni frá stjórnvöldum vegna þessa. 

En sannleikrinn kemur alltaf fram um síðir og sannleikurinn getur verið sár. Nú eru forsvarsmenn ASÍ farnir að óttast, óttast að svik þeirra komi upp á yfirborðið. Því er nú reynt að láta líta svo út sem ASÍ sé að gagnrýna verkleysi ríkisstjórnarinar. Það er reynt að klóra yfir skítinn!

En þessi gagnrýni, ef gagnrýni er hægt að kalla, kemur of seint og hún er of veik. Að tala um doða þegar dauði væri réttara orð, sýnir að hugur fylgir ekki orðum. Einungis er verið að reyna að bjarga eiginn rassi. Hagur launþega er ekki forgangsatriði í hugum stjórnenda ASÍ, enungis er hugsað um eiginn hag, nú sem fyrr!!

Þessir menn hafa fyrirgert öllum trúnaði við launþega landsins, það fólk sem heldur þeim uppi á ofurlaunum!!


mbl.is ASÍ: Doði blasir við í hagkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þetta er skelfilegt Gunnar, og versnar með hverjum degi sem líður. Launþegar eru orðnir eins og einhver aukastétt sem kemur engum við.

Bergljót Gunnarsdóttir, 25.10.2011 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband