Dugleysan Björn Valur

Enn notar Steingrímur Jóhann rakka sinn Björn Val til að koma á framfæri þeim boðskap sem hann ekki sjálfur þorir að segja. Og dugleysan Björn Valur hleypur til, að sjálf sögðu. Hundur hlýðir húsbónda sínum fram í rauðann dauðann.

Það sem hefur spillt friði í landinu og klofið þjóðina í tvennt er ekki forsetinn, heldur þingflokkur Vinstri grænna. Steingrímur, ásamt sínu nánasta fylgdarliði ákvað að leggjast undir kröfu Samfylkingar eftir síðustu kosningar og svíkja með því sína kjósendur. Með því að samþykkja aðildarviðræður við ESB án þess að þjóðin fengi um það neitt að segja, klauf þessi flokkur þjóðina í tvo hluta og ekki nóg með það, heldur gerði þetta ríkisstjórnina nánast óstarfhæfa. Allar aðgerðir stjórnvalda hafa síðan miðað að þessu markmiði og þessu markmiði einu. Þetta hefur virkilega tafið fyrir þeirri uppbyggingu sem þörf var á. Vegna þess hafa tvö og hálft ár farið í súginn!

Við skulum ekki gleyma því hverjir voru sigurvegarar síðustu kosninga. Það var ekki Samfylkingin, heldur Vinstri grænir. Við skulum heldur ekki gleyma þeirri staðreynd að sá flokkur var eini flokkurinn sem var með skýra stefnu gegn aðildarumsókn og beinlínis lofaði kjósendum því að EKKI yrði farið í þann leiðangur meðan þeir væru við stýrið. Þingmenn VG ættu alvarlega að spá í hvort ekki gæti verið tengsl þarna á milli!!

Björn Valur ræðst að forsetanum vegna bréfaskipta milli forsætisráðherra og forseta. Í þeim skrifum kemur ekkert fram sem bendir til friðarspillingar, þvert á móti. Forsetinn bendir forsætisráðherra einungis á þá staðreynd, sem reyndar allir þingmenn ættu að vita, að ráðherrann hefur ekkert yfir forseta að ráða. Þetta eru einföld skilaboð sem reyndar er ótrúlegt að forseti þurfi að láta frá sér. Það er ótrúlegt að ráðherra skuli ekki skilja þá skipan sem hér ríkir.

Þá er rétt að benda á þá staðreynd að forsetinn er réttkjörinn af þjóðinni, ekki ráðherra. Þingmenn, eða öllu heldur þingflokkar og stjórnmálasambönd, eru kosin af þjóðinni. Það er síðan samkomulag milli meirihluta þeirra sem kjörfylgi til Alþingis fá, sem ræður hverjir eru ráðherrar. Ríkisstrjórnin er framkvæmdavald, Alþingi er löggjafavald. Þjóðin kýs löggjafavaldið, ekki framkvæmdavaldið. Forsetinn er þjóðhöfðingi og hann er kosinn af þjóðinni.

Dugleysan Björn Valur leitar að friðarspilli. Hann ætti að lesa eigin blogg, það sem hann skrifar fyrir húsbónda sinn. Þá kemst hann að því hverjir eru að spilla friði Íslendinga, þá kemst hann að því hverjir klufu þjóðin í tvo hópa, þá kemst hann að því hvar dugleysið liggur og þá kemst hann að því hverjir eru næstir því að kallast landráðamenn á Íslandi.

Dugleysan Björn Valur ætti að skammast sín, hann er hinn eiginlegi friðarspillir Íslands, í nafni húsbónda síns!!

 


mbl.is Forsetinn friðarspillir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heyr heyr! Þetta er komið gott frá þessu vonlausa þingi sem við búum við um þessar mundir! Næsta skref er að moka út öllum skítnum sem þar er inni!

Sigurður Haraldsson, 19.10.2011 kl. 08:22

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Amen eftir efninu.  Vel mælt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2011 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband