Afturhaldið hefur náð yfirhöndinni

Það liggur allt að sama brunni þegar að stjórnvöldum kemur. Eftirfarandi ummæli lýsa vel ástandinu í landinu:

„Það hefur verið gerð viljayfirlýsing af hálfu Landsvirkjunar um að selja orkuna fyrir norðan til annarra verkefna og þar fyrir utan hefur ekki um nokkra hríð verið fyrir hendi viljayfirlýsing um orkusölu til okkar, hvorki af hálfu ríkisstjórnarinnar né Landsvirkjunar. Það liggur því fyrir að þær forsendur sem við lögðum af stað með í upphafi eru brostnar og því er ekki um neinn annan kost að ræða hjá okkur en draga okkur með formlegum hætti út úr þessu verkefni“

„Farice hefur verðlagt Ísland út úr samkeppninni og svo er það hvernig stjórnvöld hafa hagað sér

Þessi ummæli segja allt sem segja þarf og lýsa þeim vilja stjórnvalda til að vinna okkur út úr kreppunni. Í stað þess að liðka til fyrir uppbyggingu er staðið í veginum, það er unnið gegn henni!

Þess í stað ætla stjórnvöld að vinna þjóðina út úr kreppunni með skattheimtu, allt hugsanlegt og óhugsanlegt er skattlagt, þegnar landsins og fyrirtæki svelta vegna þessarar skattlagningar og hún er komin á það stig að hvert prósent sem eykst í álagningu, slilar sér sem mínus tvö prósent í innheimtu. Þessi leið hefur verið marg reynd en aldrei tekist.

Vandi okkar er enda það stór að jafnvel þó ríkið tæki 100% af tekjum allra einstaklinga í skatt, þá dugir sú upphæð engan vegin. Eina leiðin er uppbygging atvinnu, að fá auknar tekjur af sölu úr landi og vinnu fyrir fólkið svo það geti borgað skatta, en það er eitthvað sem ríkisstjórnin skilur ekki. Afturhaldið er allsráðandi á þeim bænum.

Ég hef stundum velt því upp hvort verið sé að þessu vísvitandi, hvort verið er að koma landinu í svo mikinn vanda að ekki verði undan því komist að samþykkja aðild að ESB. Við stefnum hratt þá leið að komast á sama plan og austur evrópuþjóðirnar voru á, eftir áratuga þrældóm USSR. Þær þjóðir eru hrifnar af ESB, enda fátæktin þar mikil.

Auðvitað vita allir að afturhald stjórnar VG, en ástæður Samfylkingar til að vera með í þeirri vegferð er illskiljanlegri, nema um vísvitandi aðgerð sé að ræða til að koma fram þeirra eina stefnumáli. Það er eina skýringin á því að þeir taki þátt í þessari helferð.

 

 


mbl.is Farice verðlagði Ísland út úr samkeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta vandamál með Farice er ekkert nýtt. Fyrirtækið er á hausnum og þorir ekki að lækka verð. Þetta er nokkurs konar vítahringur.

Það er hins vegar merkilegt, með þetta mál fyrir norðan, að enginn skuli spyrja á hvaða verði Alcoa hafi ætlað að kaupa þessa orku. Ekki var annað að heyra á forstjóra LV í gær en að þeir hafi einfaldlega ekki verið tilbúnir að greiða kostnaðarverð.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.10.2011 kl. 12:52

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Hefur einhver nennt að spá í VSK sem verður til við alla flutningana og utanumhaldið á Alcoa á Rfj?

Óskar Guðmundsson, 18.10.2011 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband