Fastur í fortíðinni

Guðmundur Gunnarsson stóð sig ágætlega í kjölfar hrunsins og virtist standa með almenningi og launþegum landsins.

Þegar svo ríkisstjórn Jóhönnu var sett til að stjórna landinu, fyrst sem minnihlutastjórn og síðar með stuðningi þess flokks sem bestur kom út í kosningum vorið 2009, varð Guðmundur að taka afstöðu. Hann þurfti að velja milli flokksins og umbjóðenda sinna. Það val reyndist honum auðvelt, hann valdi flokkinn.

Eftir það hafa öll skrif og ummæli Guðmundar verið á einn veg, að mæra stjórnvöld og ESB. Launþegar eru ekki lengur í hans huga.

Guðmundur hefur nú yfirgefið verkalýðshreyfinguna og er það gott. Hann hefur snúið sér alfarið að pólitíkinni. Fyrir það má vissulega þakka, pólitík og verkalýðsbarátta á aldrei saman og gott þegar menn sjá það sjálfir.

Það sem skekkir þó myndina er að hann er gjarnan kynntur sem talsmaður rafvirkja og launþega. Í hugum margra er hann enn í þeirri stöðu. Svo er þó alls ekki. Guðmundur yfirgaf launafólk vorið 2009 og yfirgaf stól formanns rafiðnaðarsambandsins nærri tveim árum síðar. Hann er því ekki talsmaður fólksins í landinu, hann er fyrst og fremst pólitíkus innan Samfylkingar.

Það er því ekki ótrúlegt að hann verði að leita aftur fyrir þann tíma er Jóhönnustjórnin tók við völdum, til að reyna að bæta málstað sinn. Hann hefur yfir litlu að hælast frá vorinu 2009 til dagsins í dag!

 


mbl.is Guðmundur: fáir að mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband