Skilningsleysi Steingríms

Hvort um er að ræða skilningsleysi hjá Steingrími eða hvort hann óttast að Samfylkingin slíti stjórnarsamstarfinu ef viðræður verða stöðvaðar, er ekki gott að segja.

Í öllu falli hefur hann tekið upp sama málflutning og aðildarsinnar, að ekki verði hægt að gera upp hug sinn nema fyrir liggi samningur. Þessi rök eru orðin þreytt, enda enginn grunnur undir þeim.

Þá heldur hann því fram að Íslendingar séu litlu nær nú en við upphaf umsóknarinnar. Það er fjarri lagi hjá honum, flestir héldu að um samningaviðræur væri að ræða, en nú hefur marg oft komið fram að svo er ekki. Einungis viðræður um hvort og þá hversu lengi hægt er að fresta upptöku einstakra atriða lagabálks ESB. Einnig er komið skýrt fram að aðlögun verður að eiga sér stað áður en hægt er að opna einstaka kafla aðildarinnar. Því var vandlega haldið frá fólki í undanfara umsóknarinnar.

Það fer því fjarri að við séum engu nær nú en við upphaf þessarar ferðar.

Steingrímur heldur fram, eins og aðildarsinnar, að það ríki Þórðargleði meðal andstæðinga aðildar vegna þeirra hörmunga sem yfir Evrópu dynja. Hann ætti að skammast sín fyrir slík orð, hvaða heilvita manni dettur í hug að einhver gleðjist yfir óförum þeim er evran er að leiða yfir heiminn. Þetta er snautslegt af honum og ætti hann að draga þessi orð sín samstundis til baka!!

Steingrími þykir vænt um stólinn og heldur fast í hann, þó hann sé allt of smár í hann.


mbl.is Ekki gott að setja umsókn á ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"

Í öllu falli hefur hann tekið upp sama málflutning og aðildarsinnar, að ekki verði hægt að gera upp hug sinn nema fyrir liggi samningur. Þessi rök eru orðin þreytt, enda enginn grunnur undir þeim."

Ég myndi ekki vilja vera í samninganefnd með þér, þar sem þú myndir sennilega lyppast niður áður en að samningurinn væri tilbúinn og myndir sennilega hætta samningaviðræðum þar sem þú værir búinn að gefa þér neikvæða niðurstöðuna fyrirfram.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 15:46

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég hef verið í samninganefnd, að vísu ekki um framtíð sjálfstæðis landsins. Mín kynni af samnigaviðræðum, sem eru nokkrar, hafa verið á þann veg að báðir aðilar setjast að samningaborðinu, jafnir, og gera síðan samning um viðkomandi mál.

Aldrei hef ég verið í "samninganefnd" sem hefur þurft að ganga að samningsborði til þess eins að taka við skipunum hins aðilans. Þannig er það gagnvart ESB!

Gunnar Heiðarsson, 28.9.2011 kl. 16:05

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ESBinnlimunarsinnar standa hér vaktina á hverju blogginu á fætur öðru og verja báknið og stjórnina með kjafti og klóm.  En rökin þeirra eru enginn bara upphrópanir um að aðrir eigi að haga sér betur.  En sem betur fer þagna þessar raddir ein af annari þegar mönnum verður ljóst hvernig er í pottin búið og að hverju er stefnt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.9.2011 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband