Hversu lengi er hægt að halda leikritinu gangandi ?

Fyrir tveim vikum kom frétt á mbl.is með nákvæmlega sömu yfirskrift og um nákvæmlega sama efni.

Nú, eins og þá er sama fólk á mynd með fréttinni og nú eins og þá er kjarkleysi þessa fólks algert. Þau þora ekki að stíga þau skref sem þarf, annað hvort að bakka til baka á þurrt land og hafna evrunni, eða að halda áfram yfir fenið og vonast til að sameining evruríkjanna í eitt stórríki hjálpi þeim á þurrt land handan þess, þó það sé reyndar frekar langsótt leið og mjög ósennilegt að hún sé fær úr þessu.

Þau standa bara og tvístíga og sökkva sífellt dýpra í fenið.

Ábyrgð þessa fólks er mikil og sú kreppa sem virðist óhjákvæmileg, er þeirra verk að mestu. Kjarkleysi þeirra og aumingjaskapur er að valda enn verri alheimskreppu en áður hefur þekkst!!

 


mbl.is Erfið vika framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Gunnar.

Sjóðsstjórar heimsins hafa eitt stórt Víti til að varast og það er:

ESB og ECB þ.e. Seðlabanki Evrópusambandsins.

Allar þeirra ákvarðanir gegn skuldakreppunni hafa komið of seint og þá loks þær hafa komið hafa þær líka verið algerlega kolrangar.

Gunnlaugur I., 8.8.2011 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband