28 mánuði af 29

„Ríkisstjórnin kynnti líka á hinum frægu karamellufundum sínum síðdegis á föstudögum með hálfs mánaðar millibili, held ég, meðan hún naut ráðgjafar norska hermála- og almannatengslafulltrúans sem kostaði örugglega eitthvað, annars vegar blað um aðgerðir til stuðnings heimilunum og svo seinna aðgerðir til stuðnings atvinnulífinu.

Það var magurt svo að vægt sé til orða tekið hvort tveggja. Síðan hefur ekkert af því heyrst. Er eitthvað í fjárlagafrumvarpinu sem bendir til þess að ríkisstjórnin sé með einhverja heildstæða áætlun, einhverja hugsun, eitthvert „prógramm“ um hvernig styðja eigi heimilin í alvörunni í gegnum erfiðleikana og hvernig eigi ekki bara helst að halda atvinnulífinu á lífi heldur vonandi horfa til aukinna verðmætasköpunarmöguleika og allra tækifæra sem mögulegt er að nýta sem hefur aldrei verið okkur mikilvægari en nú, a.m.k. um langt árabil?

Það er því miður ekki, það er engu slíku til að dreifa hér. Stundum er sagt að það sé dýrt að vera fátækur og það er rétt. En leiðin út úr fátæktinni er þó að reyna eitthvað, reyna að bæta aðstæður sínar, reyna að afla tekna.

Hvað er það sem er mikilvægast af öllu fyrir Ísland núna? Það er að verjast atvinnuleysi og það er að verjast landflótta, það er engin spurning. Þær bráðustu hættur sem að okkur steðja og munu gera hlutina enn óviðráðanlegri ef mönnum tekst ekkert til í þeim efnum er að við missum atvinnuleysi upp úr öllu valdi og að ekkert rofi til í þeim efnum.

Þetta er ræðustubbur Steingríms Jóhanns, sem hann flutti á þingi 22. des. 2008. Ef frá eru tekin fyrstu orð fyrstu málsgreinar gæti þessi ræða átt við í dag. Hvert einasta orð sem þarna er sagt er satt og rétt og hvert einasta orð sem þarna er sagt á enn við.

Það undarlegasta við þetta er þó að síðan þessi orð Steingríms Jóhanns hljómuðu á Alþingi Íslendinga eru liðnir 29 mánuðir og af þeim er Steingrímur Jóhann búinn að vera fjármálaráðherra í 28 mánuði!!

Hvers vegna eiga hans orð þá við enn? Hvers vegna gekk maðurinn ekki í það verkefni sem hann vændi fyrri ríkistjórn um dugleysi í?

Hvers vegna hafa 28 mánuðir ekki dugað Steingrími Jóhanni til að framkvæma það sem hann taldi að fyrri ríkisstjórn átti að hafa gert á 2 mánuðum?

Úr því Steingrímur gat sagt að fyrri ríkisstjórn væri óhæf vegna þess að henni tækist ekki að leysa vandann á tveim mánuðum ætti hann að líta sjálfan sig enn óhæfari, þar sem honum hefur heldur ekki tekist að leysa þann sama vanda á 28 mánuðum!!

Staðan er enn sú sama og fyrir 29 mánuðum síðan, fjölskyldur svelta, fyrirtæki fara á hausinn en bankarnir blómstra! Alger stöðnun ríkir og spá Steingríms frá 22. des. 2008 um atvinnuleysi og landflótta hafa ræst og þó hefur hann verið fjármálaráðherra 28 af 29 mánuðum sem liðnir eru frá þessum orðum. Það sem skelfilegast er þó, er að enn sér ekket fyrir atvinnuleysið, það fer enn upp á við og enn sér ekkert fyrir landflóttan, hann er enn sá sami og áður!

Steingrímur Jóhann á ekki að íhuga stöðu sína, hann á einfaldlega að víkja. Hann hefur nú sannað rækilega, svo ekki verði um deilt, að hann ræður ekki við verkefnið!!


mbl.is Steingrímur íhugi stöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Algjörlega samála!

Sigurður Haraldsson, 26.5.2011 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband