Ísinn brotinn

Þessi samningur hlýtur að vekja von í brjóstum launafólks, von um að ekki þurfi að grípa til verkfalla, von um að nú sé að sjá fyrir endann á þeirri kjaradeilu sem stendur yfir.

Vissulega hefur ísinn verið brotinn í þessum samningi, þó að sjálfsögðu betur hefði mátt gera. 9.5% hækkun á fyrsta ári er varla nóg til að brúa það bil sem launþegar hafa orðið fyrir en er þó mun skárrra en þær tillögur sem SA og ASÍ voru að ræða. 9,5% er nærri því að vera ásættanlegt.

Það er þó annað í þessum samning sem vekur athygli. Það er að hann skuli gilda frá lokum síðasta samnings. Þetta atriði ætti að vera sjálfsagt í hverjum samningum.

Það er ótrúlegt að semja þurfi um þetta atriði í hverjum samningum, að launagreiðandinn skuli í raun geta hagnast á því að ekki skuli samið. Það er spurning hvort mesta kjarabótin fyrir launþega af hálfu stjórnvalda væri að þau settu lög um að alltaf skuli nýr kjarasmningur gilda frá lokum þess fyrri.

Þá er enginn ávinningur fyrir launagreiðendur að draga gerð kjarasamnings, eins og nú er. Í tillögum SA og ASÍ var gert ráð fyrir að nýr kjarasamningur gilti frá 1. mars. Það gefur launagreiðendum þriggja mánaða gróða!! Þá hefur ríki og sveitarfélög verið enn verri, þar sem sumir samningar hafa verið lausir í meir en tvö ár. Tap þeirra launþega er orðið gríðarlegt.

Vilhjálmur Egilsson sagði að þessi kjarasamningur væri samkvæmt stefnu SA. Eftir hverju er þá beðið? Þá hlýtur að verða farið í það stra eftir helgi að framfylgja þessari stefnu, 9,5% hækkun frá 1. des síðastliðinn, 3,3% á næsta ári og 3% hækkun árið þar á eftir og þeim fyrirtækjum sem eru að hagnast, leyft að greiða sínu fólki hlut í þeim hagnaði með eingreiðslu.

Varla fer ASÍ að standa gegn slíku boði, þó er aldrei að vita hvað ólíkindatólin á þeim bænum gera!

Það er vissulega ástæða til að óska formanni VLFA og starfsmönnum Elkem til hamingju með þennan samning, þó vissulega hefði verið betra að fá meira.


mbl.is Fá aukalega ein mánaðarlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband