Hvorki erfitt né sárt, heldur staðreynd !!

Guðbjartur Hannesson segir að erfitt og sárt verði fyrir þjóðina að aðlaga sig að 20% minni neyslu!

Þetta er ekki spurning um hvort þetta sé erfitt eða sárt, þetta er staðreynd sem margt fólk hefur búið við frá hruni! Það hefur ekki haft val!

Reyndar hafa flestir þurft að draga saman mun meira hjá sér en 20%, þar sem fæstir voru að þiggja laun eftir töxtum fyrir hrun. Allar yfirborganir hafa verið teknar af fólki og það komið á strípaða taxta, yfirvinna nánast alveg þurkuð út og margir þurft að taka á sig skerta vinnu. Það er að segja hjá þeim sem hafa vinnu á annað borð. Þá er ekki óalgengt að einungis ein fyrirvinna er á heimilum nú, sem höfðu tvær fyrir hrun.

Þessi orð ráðherrans eru því algerlega út úr kortinu.

Þessi svokölluðu neysluviðmið er einn brandari. Það er stofnuð nefnd og yfir hana settur stýrihópur. Niðurstaðan er svo meðaltalsreikningur neyslu einhvers ákveðins hóps. Þessar stærðir hefði verið hægt að nálgast hjá viðkomandi stofnunum.

Síðan til að kóróna allt saman eru gerð einhver óraunhæf viðmið, skammtímaviðmið og grunnviðmið! Skammtímaviðmið miðast við að hægt sé að lifa af í níu mánuði og skammtímaviðmið miðast við að fólk geti dregið fram lífið á götunni.

Enn er svo málið flækt með því að taka tvo stæðstu liðina út, þ.e. húsnæði og ferðakostnaður! Þetta eru hvortveggja liðir sem ekki verður með nokkru móti horft framhjá, þeir eru jafn nauðsynlegir og maturinn! Við búum jú á Íslandi!!

Þetta virðist hafa þann eina tilgang að ná tölunum sem mest niður og það tókst vissulega!! Hver getur dregið fram lífið á rúmum 60.000 kr á mánuði? Þetta er þvílík fjarstæða!!

Þessi nefnd undir stjórn stýrihóps ráðuneytisins hafði það hlutverk að reyna að meta hver raunhæf lágmarksviðmið væru til að fólk gæti lifað sómasamlegu lífi. Það var ekki gert, heldur reiknað út eitthvert meðaltal neyslu ákveðins hóps. Þegar í ljós kom að það var allt of hátt, voru búin til einhver óraunhæf viðmið, viðmið sem engan veginn standast skoðun!

Það tók nefndina undir stjórn stýrihóps ráðuneytisins um hálft ár að komast að niðurstöðu, síðan þurftu stjórnvöld nærri tvo mánuði til að lesa skýrsluna og skilja hana. Þetta leiðir hugann að því hvort stærðfræðikunnátta þessa fólks sé eitthvað ábótavant, það er ekki flókið mál að safna saman tölum og finna síðan út meðaltalið!!

Guðbjartur var skólastjóri áður en hann fór á þing, því er nokkuð víst að hann kann meðaltalsútreikning og því nærtækast að áætla að hann hafi dregið svo lengi að birta skýrsluna vegna þess að hann hafi skammast sín fyrir hana. Að hann hafi séð hverskonar rugl þessi skýrsla er, sem tók nefndina og stýrihóp ráðuneytisins um hálft ár að búa til!!

 


mbl.is „Erfitt og sárt fyrir þjóðina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir já við sjáum í gegnum þetta nýjasta útspil stjórnvalda og eins og þú réttilega sagðir þá hefur þeim tekist að þvæla þetta svo mikið að það tekur meðal Jón allt of langan tíma til að skilja þetta kjaftæðisrugl!

Sigurður Haraldsson, 8.2.2011 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband