VG liðar sitja heima

steingrimur-j-norden_300x200Sú eindæma dræma aðsókn sem er á fundum VG, hlútur að vera áhyggjuefni fyrir forustu flokksins. Svo virðist sem klappliðið mæti eingöngu og er það ekki ýkja stór hópur! Einn tugur fyrir austan, þrír tugir á Akureyri og einn tugur í Skagafirði.

Ekki er að sjá að stóri meirihluti þeirra sem fylgja "órólegu deildinni" sé að hafa fyrir því að mæta. Að minnsta kosti er nánast ekkert rædd þau mál og algerlega skautað framhjá helsta deilumálinu innan flokksins, ESB aðlögunarferlinu.

Það er kannski eðlilegt að þeir sem eru óánægðir með forustu flokksins mæti ekki á þessa fundi. Þeir vita sem er að engu er lengur að treysta af hálfu hennar og því alger tímasóun að mæta. Það verði ekkert hlustað hvort eð er. Samfylkingin hefur náð yfirtökum á forustunni og því verði ekki breytt.

Steingrímur Jóhann stofnaði þennan flokk og nú hefur honum tekist að þurka hann aftur út af borði íslenskra stjórnmála og sameinað hann Samfylkingu!! 

 


mbl.is Níu á félagsfundi VG í Skagafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það er ekki undarlegt þótt fólk mæti ekki á sjálfhólsfundi VG þar sem sá svikaflokkur hefur gert allt þveröfugt við það sem kjósendum var lofað þegar atkvæðin voru login af fólki. Vonandi er þetta það sem koma skal fyrir þessa svikastarfsemi sem kallar sig VG. Almenningur á t.d. enga samleið með þessu svikahyski sem hefur lagt ofurkapp á að bjarga auðmönnum og hygla þeim á allan máta eftir að þessi drulludammur komst til valda.

corvus corax, 15.1.2011 kl. 08:41

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Algjörlega er ég sammála ykkur strákar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.1.2011 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband