Hvern andskot... er Gylfi að röfla !!
14.1.2011 | 13:13
Það þarf einhver að taka að sér það illa verkaefni að rasskella Gylfa hressilega!! Hann kannski áttar sig þá á því að ASÍ er EKKI stjórnmálaflokkur, heldur samband um hagsmunasamtök launafólks.
Það virðist vera algerlega fyrirmunað fyrir Gylfa að átta sig á þessari staðreynd!! Hann er að skipta sér af málum sem hann hefur ekkert umboð til! Hans eina verk er að standa vörð um hagsmuni launafólks, ekkert annað!! Það vill svo til að innan launafólks eru verulega skiptar skoðanir á þessum samning, þó eru sennilega flestir launamenn sammála því að sá dráttur sem hefur orðið varð okkur til mikilla bóta. Enda sá dráttur til komin vegna þess að skjólstæðingar Gylfa, launafólkið, felldi fyrri samning.
Því er með öllu ófært að ASÍ sé að koma fram með svona fullyrðingar, í algjörri andstöðu við sína umbjóðendur!!
Gylfi Arnbjörnsson er löngu búinn að missa allt traust launafólks. Ástæða þess að hann situr enn í stóli forseta ASÍ er eitthvert það ólýðræðislegast kosningafyrirkomulag sem til er, er um þetta embætti. Það þarf að leita aftur til gamla Sovét til að finna eitthvað sambærilegt rugl. Ef kosið væri í það í beinni kosningu af launþegum, sem ætti að sjálf sögðu að vera, þyrfti Gylfi ekki að mæta meira til vinnu þar!!
ASÍ: Stefnan í Icesave hefur skaðað stöðu Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Kjaramál | Breytt 22.3.2011 kl. 01:04 | Facebook
Athugasemdir
Umsögn mín er á þá leið að Gylfi hafi stórskaðað ímynd verkalýðshreyfingarinnar og hagsmuni skjólstæðinga hennar.
Guðmundur Ásgeirsson, 14.1.2011 kl. 13:20
Vissulega hefur hann gert það. Launafólk hefur orðið fyrir stórum skaða vegna þessa manns!!
Því segi ég að ef kosið væri í embætti forseta ASÍ á lýðræðisgrundvelli, þyrfti hann ekki að mæta meira til vinnu í ASÍ. Það er enginn launþegi sem treystir þessum manni lengur.
Gunnar Heiðarsson, 14.1.2011 kl. 13:48
Má ég rasskella, án þess að vera álitinn einhver perri. Ég meina svona andlega hugarsálfræði, af öllu afli, rasskellingu?
Bergljót Gunnarsdóttir, 15.1.2011 kl. 05:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.