Verður þá Þórólfur Matthíasson yfirmaður "kynningarátaksins" ?

Það ætti ekki að vera mikið vandamál fyrir áróðursvél ESB að fela Háskóla Íslands að sjá um "kynningu" fyrir þá hér á landi.

Allir þeir sem hæðst hafa látið og helst vilja ganga í ESB eru annaðhvort innan HÍ eða tengdir honum. Það er því rökrétt fyrir ESB að láta þá stofnun sjá um áróðursmál sín hérlendis.

Það er hins vegar ekki víst að þessir menn, sem hafa lýst því í ræðu og riti að öllu sé fórnandi fyrir inngöngu í ESB, verði teknir trúanlegir.

Reyndar getur ESB alveg sleppt því að starta upp sinni áróðursvél hérlendis. Hún er þegar tekin til starfa. RUV og Baugsmiðlarnir hafa séð um þetta mál hingað til og standa sig ágætlega í ESB áróðri. Þeir hafa verið duglegir að kalla til sín hina ýmsu "álitsgjafa" og leifa þem að blása og básúna ESB eins og enginn sé morgundagurinn. Reyndar eru margir þessara "álitsgjafa" starfsmenn HÍ. Því má segja að með því að velja þá stofnun sé ESB í raun að borga fyrir starfsemi sem þegar er í gangi og hefur verið um nokkuð langa tíð.

 


mbl.is HÍ gerir tilboð í ESB-kynningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segir það ekki nóg að menntamenn landsins séu hlynntir ESB aðild?

Held að þeir hafi betri forsendur til þess að meta kosti og galla aðildar heldur en sauðsvartur almúginn og bloggarar.

Guðmundur (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 08:10

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er því miður ekki endilega hægt að setja samasemmerki milli mentunar og skynsemi.

Vissulega eru til þverhausar meðal þeirra minna mentuðu eins og hinna sem telja sig allt vita. Ég leyni því ekki að ég telst örugglega vera nokkur þverhaus, sérstaklega þegar að ESB umræðu kemur.

Ég er einlægur andstæðingur ESB og því fær ekkert breytt. Hef verið þeirrar skoðunar lengi og trú mín hefur einungis styrkst síðustu misseri, þegar horft er til þeirra vandræða sem ESB er í núna.

ESB sinnar eiga að sjálf sögðu rétt á sínum skoðunum og koma þeim á framfæri, en það verður að vera á jafnréttsgrundvelli. Það er með öllu ólíðandi að annar hópurinn geti gengið í ótakmarkað fé sér til hjálpar og hafi óheftan aðgang að flestum fjölmiðlum, þegar hinn hópurinn verður að reiða sig á sjálboðastarf og er ásakaður um mútur þegar hagsmunasamtök rétta þeim smáaura og er nánast alveg haldið utan fjölmiðlanna.

Peningar tala, um það þarf enginn að efast. Enda eru helstu ESB sinnar, svo sem utanríkisráðherra, óhræddir. Þeir vita sem er að fjármagn ESB mun að líkindum sjá til þess að snúa nógu mörgum af þeim stóra meirihluta þjóðarinnar sem nú er á móti aðild, til "betri vegar". Þar skipta samningar engu máli, einungis peningar. Enda vita allir sem vilja vita að það er ekkert um að semja.

Gunnar Heiðarsson, 17.12.2010 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband