Óásættanlegt gjald með öllu !!!!

Ef ætla á kostnað vegna innheimtunar í prósentum þarf að liggja fyrir hver hár tollurinn er og hversu mikil umferð.

Innheimtukostnaðurinn er nokkuð föst tala. Búnaður kostar ákveðið og laun starfsmanna nokkuð ljós. Utanumhald vegna þessa er einnig nokkuð föst tala. Það er hinsvegar ekki búið að ákveða endanlega hver tollurinn skuli vera og ekkert er vitað hver þróun umferðar verður, þó vegagerðin geri ráð fyrir ákveðinni aukningu fram að þeim tíma er framkvæmdum líkur og gjaldtaka hefst og síðan enn meiri aukningu eftir það.

Því er útilokað að tala um kostnað innheimtu sem prósentu af tollinum. Þó er klárt mál að ekki er hægt að hafa innheimtuna algerlega sjálfvirka. Það þarf ekki annað en benda á að hingað kemur nokkur fjöldi ferðamanna erlendis frá, sumir eru á bílaleigubílum og aðrir á eigin farartækjum. Varla er gert ráð fyrir því að þetta fólk fá að aka frítt um vegi sem Íslendingar verða að greiða gjald á. Það er alstaðar erlendis að minnsta kostu eitt mannað hlið á hverri tollstöð, þó að öðru leiti sé um sjálfvirka innheimtu að ræða.

Mig fýsir að vita hvort þessar sjö krónur á km sem vegagerðin hefur nefnt sem óskatölu sé með eða án vsk. Ef þetta er án vsk má gera ráð fyrir að gjald fyrir hvern km verði 8,80 kr.

 


mbl.is Innheimtukostnaður 5 - 10% af tekjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

bara smá ábending

Hér í noregi eru mörg alsjálfvirk tollhlið og ekkert mannað hlið með þeim og ef maður tekur bílaleigubíl hér og fer í gegnum þessi hlið eru tollarnir gerðir upp við bílaleiguna þegar bílnum er skilað.

Jón Þór Þorvarðarson (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 21:28

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvað með þá sem koma á eigin bílum erlendis frá?

Gunnar Heiðarsson, 17.12.2010 kl. 06:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband