Gefur ekki rétta mynd

Að 6,4% vinnuaflsins sé atvinnulaus eða í atvinnuleit gefur ekki rétta mynd af ástandinu. Þessi mælistika segir ekki til um ástandið á vinnumarkaði. Nær væri að koma með tölur um fjölda þeirra sem hafa vinnu. Þarna er mikill munur á og koma margir þættir inn í sem skekkja myndina. Má til dæmis nefna fjölda atvinnubærra sem flytja úr landi.

Vissulega skiptir máli hve margir eru atvinnulausir, en meira máli skiptir þó hversu margir eru í fullu starfi. Það er fjöldi ársverka sem máli skipta. Ársverkum er síðan hægt að skipta niður í ýmsa flokka, þjónustustörf við grunnþjónustu, störf sem gefa af sér arð til þjóðfjélagsins og svo framvegis. Í neðsta sæti koma svo blíantsnagararnir sem eru afæta á þjóðfélagið en þar má helst nefna hina mörgu sjálfskipuðu sérfræðinga sem fréttamiðlar eru svo áfram um að leita til.

Eftir að slík greinig hefur farið fram er hægt að gera sér grein fyrir því hvert við stefnum.

Það er annars merkilegt að ASÍ og SA skuli ekki greina þetta niður með þessum hætti. Er það vegna þess að ekki megi styggja Jóhönnu? Eða er það vegna ótta við sannleikann, að það muni opinberast að þeir tilheyri síðustu skigreiningunn?

 


mbl.is 6,4% atvinnuleysi í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband