Ferðafrelsi

837ee1d8-a62e-48f5-8e05-87b0bde292ff_MSSú stefna sem tekin hefur verið upp í umhverfisráðuneytinu er undarleg í meira lagi. Á hverju ári hefur komið upp mál þar sem einhverjir óprúttnir einstaklingar aka utan vega, vandamálið á að leysa með því að loka nokkrum hálendisvegum, ekki endilega þar sem mesti utanvegaaksturinn hefur farið fram, heldur einhverstaðar annarsstaðar.

Þegar fólk brýtur lög á að ná því og láta sæta ábyrgð, ekki að búa til ný lög sem bitna harðast á þeim sem síst skyldi. Að leysa málin með þessum hætti ber merki um vankunnáttu eða vangetu.

Utanvegaakstur er lögbrot, enda engin ástæða lengur til að stunda slíkt. Slóðar og vegir hafa þegar verið lagðir að flestum náttúruperlum, sumstaðar þarf reyndar að ganga síðasta spölinn en í megin dráttum er ekki vandamál fyrir fólk að komast að þessum perlum okkar. Þessi lokun sem umhverfisráðuneytið ætlar eða er búin að framkvæma leiðir hinsvegar til þess að aðgengi að mörgum þessara náttúruperlna verður illmöguleg. Það eitt útaf fyrir sig gæti leitt til utanvegaaksturs! Við skulum aðeins velta fyrir okkur hvernig þessir vegir og slóðar urðu til í upphafi. Væntanlega með utanvegaakstri.

Hvers vegna stígur Svandís ekki skrefið strax til fulls og bannar allan akstur ofn t.d. 300 metra hæðarlínu? Það er jafn gáfuleg ráðstöfun og það sem hún gerir nú.

Ferðafrelsi felst ekki í því að mega aka hvar sem er, ferðafrelsi felst í því að mega aka þá vegi og slóða sem til staðar eru!


mbl.is Reisa kross í Vonarskarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband