Að kasta fjöregginu!!

Fyrirsögn þessarar fréttar sýnir að umræðan um HS Orku og söluna á því fyrirtæki til erlends fjárfestirs er á villigötum. Það eru ekki Kanadabúar sem eru að kaupa HS Orku, það er Magma Energy sem að vísu er í Kanada. Þetta fyrirtæki hefði getað verið í hvaða landi sem er. Reyndar er það Magma Sweden sem kaupir HS Orku.

Fyrir mig skiptir engu máli hvort fyrirtækið sé innan eða utan EES eða ESB. Ef breskt eða hollenskt fyrirtæki má kaupa HS Orku, hvers vegna þá ekki kanadískt? Hver er munurinn?

Einkavæðing orkufyrirtækja er alltaf hættuleg, allstaðar þar sem orkufyrirtæki hafa verið einkavædd hefur þjónusta minnkað og verð á orku til neytenda hækkað. Þetta er eðlilegt, einkaaðilar eru ekki í rekstri til þess eins að gera góðverk. Einkafyrirtæki eru í rekstri til að græða.

untitledÞetta sést einna best í USA, þar hefur viðhaldi á dreifikerfi verið haldið í lágmarki, reyndar svo að dreifikerfið þar minnir hellst á hvernig var hér á landi á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Við minnstu veður gefa línur sig og stór svæði verða raforkulaus. Orkufyritækin þar náðu nánast að leggja efnahag Kaliforníu í rúst með því að búa til skort á rafmagni, skort sem var búinn til með því að loka fyrir rafmagnið tímabundið. Hugsunin var að skortur myndi hækka verðið, það gekk eftir þar til allt var komið í kalda kol, en þá tók alríkisstjórnin í taumana. Því miður er ekki enn séð fyrir endann á þessu, Kaliforníuríki berst enn í bökkum vegna þessa. Þetta eru einungis tvö dæmi frá einu landi, en hægt er að telja fjölda dæma upp, frá mörgum löndum. Þau eru flest á svipuðum nótum.

Þetta er ekki sú mynd sem við viljum sjá hér. Hugsanlega er hægt að setja einkafyrirtækjum skorður, en það er sama hversu góð löggjöf er sett, þau finna alltaf leið framhjá lögum. Ef tækist að setja pottþétt lög sem tryggðu neytendur, er hætt við að fáir fjárfestar væru til í að kaupa orkufyrirtæki.

Orkan er okkur lífsnauðsynleg, hún er okkar fjöregg og eigum við að fara varlega með það. Við eigum ekki undir neinum kringumstæðum að leifa einkafyrirtækjum að ná yfirtökum í þeim. Skiptir þar engu hvort um erlenda eða innlenda aðila er að ræða.

Ég vil taka það fram að ég er alls ekki á þeirri skoðun að ríkið eigi að standa í rekstri, en það eru sumt sem einkaaðlium er ekki treystandi fyrir. Þar er til dæmis fjöreggið okkar, orkan.

 


mbl.is Kanadamenn á hinu gráa EES-svæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband