Eyjafjallajökull er öflugur!

Það þarf ekki að fara út fyrir landsteinanna til að finna þessa svindlara. Innflytjendur hafa notað þessa afsökun þegar þeir eru ekki að standa sig.

Þekki dæmi þess að einn aðili pantaði vörur að utan gegnum ákveðinn innflytjanda. Afgreiðslutíminn átti að vera þrjár vikur. Þegar fjórar vikur voru liðnar fór kaupandinn að verða órólegur, efti sex vikur gafst hann upp og keypti þessa vöru af öðrum aðila. Afsökunin sem innflytjandinn gaf var eldgosið í Eyjafjallajökli.

Annað dæmi, ég hafði haft augastað á ákveðnum hlut, þar sem hann var í dýrari kantinum velti ég þessu nokkuð fyrir mér. Loks ákvað ég að slá til. Þegar í verslunina kom hafði verðið hækkað töluvert. Ástðan; eldgosið í Ejafjallajökli.

Fáráðnlegasta dæmið sem ég hef þó heyrt er frá manni sem bað innflitjanda að leita eftir tilboði erlendis í ákveðinn varahlut í vinnuvél. Þegar ekkert hafði heyrst frá innflitjandanum í viku hafði maðurinn samband, ásæðan fyrir töfinn var sögð eldgosið í Eyjafjallajökli. Það er orðið langt gengið þegar eldgosið er farið að hafa áhrif á tölvusamskipti. Þessi maður bíður enn eftir tilboðinu þó þrjár vikur séu liðnar frá því ósk um tilboð var lagt fram.

 


mbl.is Svindlarar nýta sér eldgosið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Árið 1987 pantaði ég heyvagn sem kom ekki í heyskapinn á réttum tíma ástæðan hafís útfyrir norðurlandi! Þegar hann loks kom til landsins hafði hann hækkað um 60% þá varð ég fúll  en ástæðan fyrir hækkuninni var sögð hækkun í hafi!

Sigurður Haraldsson, 24.5.2010 kl. 10:18

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er þekkt staðreynd að sumir innflytjendur hafa hagað sér eins og svín í gegn um árin, nota allar hugsanlegar afsakanir sem þeim dettur í hug til að afsaka getuleysi sitt. Ekki kæmi mér á óvart þó það fyrirtæki sem þú verslaðir við sé einmitt viðloðandi eitt eða fleiri af dæmunum sem ég nefndi.

Sem betur fer eru mörg innflutnings fyrirtæki í góðum málum hvað þjónustulipurð snertir, þegar maður lendir á slíku heldur maður tryggð við það.

Það eru hinsvegar slóðarnir sem oft eru að bjóða ódýrari vörur og freistast menn því til að versla við þá.

Gunnar Heiðarsson, 24.5.2010 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband