ESB v/s aldraðir og öryrkjar

 

Ályktun ÖBÍ

Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands mótmælir harðlega að enn á ný skuli þessi ríkisstjórn sem kennir sig við „velferð” ráðast að félagslega kerfinu með því offorsi sem félags- og tryggingamálaráðherra boðaði síðastliðinn föstudag 14. maí. Kominn er tími til að leggja af verðmætamat frjálshyggjunnar.

Allt frá janúar 2009 hafa lífeyrisþegar orðið að bera hlutfallslega mestar byrðar vegna bankahrunsins, þar sem óprúttnir fjárglæframenn mökuðu krókinn á kostnað skattborgaranna. Allt síðastliðið ár dundu skerðingar á örorku- og ellilífeyrisþegum í formi skerðinga á lífeyri eða auknum lyfjakostnaði og hækkun komugjalda.

Það er skýlaus krafa Öryrkjabandalags Íslands að ríkisstjórnin láti af þeirri aðför sem hún hefur stundað gegn lífeyrisþegum og láglaunafólki, en fari að forgangsraða að nýju með félagsleg gildi í fyrirrúmi.


Aðalstjórn ÖBÍ

-

Það er ekki hægt að segja annað en að þessi stjórn, sem kennir sig við velferð heimilanna og þeirra sem minna mega sín,  fái falleinkun.

Það þarf forherta stjónmálamenn til að standa fyrir framan aldraða og öryrkja og tikynna þeim skerðingu á þeim smánar bótum sem ríkið skaffar þeim á sama tíma og hennt er ógnarlegum fjármunum í aðildarviðræður um inngöngu í ESB. Jafnvel þó þau samtök standi í björtu báli og stór hluti Íslendinga vilji ekki fara þessa leið.

Það ætti kanski að gera skoðanakönnum meðal fólks, þar sem spurt yrði:

Hvort viltu láta eyða peningum í aðildarumsókn ESB eða nota þá peninga til aldraðra og öryrkja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband