Eðlileg viðbrögð Sigurðar G Guðjónssonar

Í Pressunni skrifar lögfræðingurinn Sigurður G Guðjónsson um handtöku Hreiðars Má og Magnúsar. Hann efast um lögmæti handtöku þeirra.

Sigurður nefnir að fjölmiðlar ættu að kynna sér 95. grein einhverra ótilgreindra laga. Það voru ekki fjölmiðlar sem óskuðu eftir gæsluvarðhaldinu, það var sérstakur saksóknari sem það gerði. Það er nokkuð öruggt að hann þekkir þessa 95. grein einhverra laga og hefur ekki farið fram á gæsluvarðhaldið nema vera nokkuð viss um að hann væri að fara að lögum.

Þessi viðbrögð Sigurðar eru hins vegar mjög eðlileg, hann er hræddur, slóðin er farin að nálgast hann sjálfann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það fer hver að verða síðastur með að fá séns nema þeir vinni með saksóknara í að uppljóstra um glæpina....

DoctorE (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 13:07

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Leigupennar banka- og útrásarglæpona munu fara mikinn á næstunni, ekki síst á Pressunni, t.d. Sigurður G., Ólafur Arnarson, Bubbi Mortens o.fl.

Áróðursstríðið er rétt að byrja.

Axel Jóhann Axelsson, 7.5.2010 kl. 14:03

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Sigurður G. Guðjónsson var stjórnarformaður Fons þegar fyrirtækið varð gjaldþrota. Á sama tíma og Fons var í andaslitrum, þá dældi Glitnir banki milljörðum í Fons, á þeim tíma var Sigurður G. Guðjónsson í stjórn Glitnis.

Kristinn Karl Brynjarsson, 8.5.2010 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband