Það var mikið

Loksins eru menn búnir að átta sig á þessu. Koma þessarar plöntu er eitthvert mesta umhverfisslys sem yfir Ísland hefur gengið.

Fólki var talin trú um að þessi planta gæti lifað nánast hvar sem er, hún átti að víkja undan öðrum gróðri og skila örfoka landi sem bestu ræktarlandi.

Bara þessi upptalning átti að hringja einhverjum bjöllum hjá fólki, það er ákaflega ótrúlegt að slík planta sé til og ef þetta væri raunin hvers vegna var hún þá ekki notuð út um allan heim.

Það er vissulega rétt, þessi planta getur lifað nánast hvar sem er, enda illgresi af hörðustu gerð. Það kom hinsvegar fljótt í ljós að hún víkur ekki undan öðrum gróðri, heldur drepur hann á undan sér. Ekki er að finna neinsstaðar á Íslandi það svæði sem þessi planta hefur skilað af sér ræknalegu landi, plantan er enn í fullu fjöri þar sem henni var fyrst plantað, fyrir áratugum.

Þetta er eitt af þeim slysum sem varð vegna ferðar ákveðinna manna til Kanada um eða eftir miðja síðustu öld. Þar var þeim talin trú um ágæti plöntunnar. Vandamálið var að þegar menn áttuðu sig á mistökunum, vildu þeir ekki viðurkenna þau og haldið var áfram að ráðleggja plöntun hennar.

Það er víða hægt að sjá hvað þessi planta er búinn að skemma landslagið, skemmd sem erfitt verður að laga, ef ekki útilokað.

Á Íslandi eru víða berir melar, við eigum að vera stolt af þeim. Það er meðal annars slíkt landslag sem erlendir túristar sækjast eftir hér. Það er engin ástæða fyrir okkur að fela þá.


mbl.is Hætt að dreifa alaskalúpínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála. Loksins er tekið á afleiðingum þessa landnema. Plantan æðir yfir allt og allt, og virðist aldrei gefa þunlung eftir. Holtagróður má sín lítils, og við sitjum uppi með brúna sinu. Öskjuhlíð í Reykjavík er mjög menguð bæði af kerfli og lúpínu. Hér er mjög þarft verk, þó það sé fyrir ofan 400 m. Þá er það allavega byrjunin.

Guttormur Björn Þórarinsson (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 13:42

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Algerlega sammála.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.4.2010 kl. 14:24

3 Smámynd: Kjartan R Guðmundsson

Algjörlega ósammála. Lúpínan er falleg. Og nytsamleg.

"Á Íslandi eru víða berir melar, við eigum að vera stolt af þeim. Það er meðal annars slíkt landslag sem erlendir túristar sækjast eftir hér. Það er engin ástæða fyrir okkur að fela þá."

Ísland er orðið örfoka af ágengi manna og búfjár í 1100 ár. Lúpínan er góð í baráttunni við endurheimt gróðurs. Tekur að vísu hundruð ára, ef ekki árþúsund. En lifi lúpínan.

(Og ég hef farið um landið með erlendum túristum sem er fullir aðdáunar á Lúpínunni. Þannig að ég held að þú talir ekki fyrir alla.)

Kjartan R Guðmundsson, 9.4.2010 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband