Halltu kjafti, hlýddu og vertu góður. - Heiðra skaltu föður þinn og móður.

u_kainn  Eitt merkasta kímnaskáld þjóðarinnar Káinn, Kristján Níels Jónsson fæddist 7 apríl 1860 á Akureyri eða fyrir hundrað og fimmtíu árum. Átján ára fluttist hann vestur um haf, til Norður Ameríku. Þar tók hann upp ættarnafnið Julius og skrifaði sig KN Julius.  

Þegar vestur kom var hann á hálfgerðu flakki til að byrja með, en 1883 kemur hann í Íslendingabyggðina í N.Dakota.  Þegar þangað kom fór hann að leita sér að vinnu, einhver benti honum á að ekkju eina sem vantaði aðstoð. Hann fór að vinna hjá henni og síðan dóttur hennar og bjó hjá þeim sem einn af fjölskyldunni allt til dauðadags.

Káinn þótti dropinn góður, samt segja þeir sem næstir honum voru að það hafi aldrei háð honum. Hann orti mikið, oftast grínvísur um sig og samferðamenn sína. Stundum voru þetta allt að því níðvísur en enginn tók það stinnt upp. Káinn orti jafnt á Íslensku og ensku og blandaði jafnvel saman báðum tungumálunum. Sagt var að Káinn hefði ekk átt neina óvini, bara vini.

Káinn var duglegur til vinnu, ósérhlífinn og einstaklega barngóður. Hann kvæntist aldrei og eignaðist engin börn. Þann 25. október 1936 lést Káinn, hann var jarðsettur í Thingvallakirkjugardi í N-Dakota. Á útfarardaginn var öllum skólum í Íslendingabyggðinn lokað.

Káinn var eitt af bestu skemmtiskáldum okkar Íslendinga. Að áeggjan vina sinna gaf hann út kverið Kviðlingar ári 1920, þá sextugur að aldri. Síðan hafa verið gefin út vísur hans og kvæði.

 Í Thingvallakirkjugarði stendur minnisvarði um þennan merka mann. Þeir Íslendingar sem eiga leið þar um, stansa gjarnan við og votta honum virðingu. Oft með því að fara með vísur eftir hann og gjarnan er dreypt örlitlu af Íslensku brennivíni á leiðið.

Hér er smá brot af vísum eftir Káinn:

 

Þú móðurtungan mæra,
sem mér er hjartakær!
Ég man það máske betur
en margt, sem skeði í gær,
hið fyrsta af öllum orðum,
er orð ég mynda fór,
var orð, sem aldrei gleymi,
en orðið það var: Bjór.

Svo flúði ég feðra grundu,
mér fannst þar allt of þurt;
að leita fjár og frama
ég fullur sigldi burt.
Af hafi hingað komnum
mér heimur birtist nýr;
þá lærði ég orð í ensku,
en orðið það var: „Beer“.

___________________

Síðan fyrst ég sá þig hér,

sólskin þarf ég minna.

Gegnum lífið lýsir mér

sólskyn augna þinna

___________________

Bindidismennirnir birta það hér

að brennivín geri menn cracy.

En það get ég sannað að orsökin er

oftastnær brennivínsleysi.

_____________________

Ef langar þig að hrekkja einn lífsferðamann.

Ég las um það á gönguför með skrudduna.

Á viðkvæmasta blettinn ef hitta viltu hann

þá hittu hann fyrirvaralaust á budduna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hann var frábærHann hefur alltaf verið, er og verður alltaf í sérstöku uppáhaldi hjá mér

Jónína Dúadóttir, 7.4.2010 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband