Ótímabær umræða

Öll umræða um hve langan tíma það tekur okkur að komast inn í myntbandalagið er algerlega ótímabær.

Fyrst þurfum við að vita hvort Íslendingar vilja gangast undir ok ESB, síðan hvort við viljum fá handónýta evru sem gjaldmiðil. Ef við kjósum þetta yfir okkur er hægt að fara að spá í hve langan tíma þetta tekur.

Þessi umræða er alls ekki til þess fallin að styrkja okkar gjaldmiðil, sem við verðum óneitanlega að notast við einhver næstu árin. Jafnvel þó allar óskir evrópusinna gengju eftir.

Það er alvarlegt mál þegar ráðherra er að tjá sig um þessi mál, honum er heimilt að hafa sínar skoðanir, en hann verður að gæta orða sinna.

Við erum ekki komin inn í ESB ennþá og í raun litlar líkur á að svo verði.

 


mbl.is Gylfi telur Ísland muni uppfylla skilyrði evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Nánast engar líkur á því að Ísland gangi í ESB, þvert á mót hefur andstaðan við ESB aðild aldrei verið einarðari og sterkari.

Nú vilja ítrekað 70% þjóðarinnar ekkert með ESB aðild hafa að gera.

Þess vegna er það alveg rétt hjá þér að þetta er algert ábyrgðarleysi ráðamanna að tala svona eins og Gylfi leyfði sér í dag og Egill klikkaði algerlega líka að lepja þetta allt upp eftir honum eins og þetta væri jafnvel að gerast, án þess að benda á þá staðreynd að Íslendingar vilja almenn ekkert inní ESB þannig að það væri tómt mál að fara að tala um ESB aðild og EVRU sem gjaldmiðil, jafnvel einhverntíamnn í nánustu framtíð. 

Annars var Gylfi ágætur nema þegar hann fór útaf óháðu brautinni og opinberaði enn og aftur að hann er á mála hjá Samspillingunni við að útbreiða ESB trúboðið.

Það reyndar fer honum ákaflega illa !

Gunnlaugur I., 28.3.2010 kl. 19:51

2 identicon

Það  virðast ansi margir vera í eins konar LALA landi þessa dagana. Því fyrr sem þjóðin gerir sér grein fyrir því að Ísland er "örríki", með fólksfjölda á við Álaborg, og að auki handónýtan gjaldmiðil, því betra. Við VERÐUM að skipta út krónunni fyrir annan gjaldmiðil, og verðum að hafa hann það stóran stuttbuxnastrákar í kauphöllinni og LÍÚ geti ekki krukkað í hann. Þá ætti að skapast stöðugleiki sem er það sem öll þjóðin gæti sameinast um.

Kristinn (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 20:16

3 identicon

Fyrir hverju þurfum við endalaust að taka lán?  Hvað er Ísland að kaupa svona mikið sem það á ekki fyrir, það er endalasut talað um að redda öllu til að taka fleiri lán að utan.  Eins og það sé bara 'buisiness as usual' og 2007 sé klárlega málið.  Væri ekki nær að fara að hugsa um að borga þessar erlendu skuldir okkar eða í það minsta semja um að borga þær, gleyma þessu Icesave rugli sem okkur kemur ekkert við og koma atvinnumálum og atvinnulífinu í heild í gang.

Íslenskir verktakar sem færu í framkvæmdir á Suðurlandsvegi fengju hvort eð er greitt í krónum sem eru að sprengja alla banka utan af sér og það þarf ekkert erlennt lán til þess að borga þeim.  Það er fullt hægt að gera fyrir allar verðtryggðu krónurnar í lífeyrissjóðunum sem kallar ekki á erlenda lántöku.

Stebbi (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 21:16

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það vantar erlenda fjárfestingu, framkvæmdir, inn í hagkerfið. Með því væri hægt að borga vinnulaun og sum aðföng í krónum en framkvæmdaraðilinn þyrfti að skipta gjaldeyri í krónur. Mun gáfulegra en að taka lán fyrir gjaldeyrinum.

Stuttbuxnakallar og LÍÚ hafa ekkert um þetta mál að segja. Það verður einfaldlega að bretta upp ermar og hefjast handa.

Sindri Karl Sigurðsson, 28.3.2010 kl. 22:32

5 identicon

Hvaða menntun fékkst þú Gylfi?   Fékkst þú aldrei að vita að ef einhver svíkur "bara" einu slinni er honum aldrei treystandi aftur, af fólki sem hefur einhverja siðferðisvitund.  Nefndu mér bara "EITT" land sem treystir 'islandi fyrir utan Tortolaeyjar.  Ef þú getur gert það, ertu gleggri en ég hélt.  Nefndu ekki Færeyjar í þessu sambandi það voru ekki svo fá árin sem við litum nið'r á þá.

j.a. (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 22:50

6 identicon

j.a. "Hvaða menntun fékkst þú Gylfi".

Gylfi er í raun haf-fræðingur, það var því miður skráð vitlaust í prófskírteinið hans enda f og g hlið við hlið á flestum lyklaborðum.

Björn (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband