Bændur láta hafa sig að fíflum

Formaður Landsamtaka sláturleyfishafa fullyrðir að offramleiðsla á lambakjöti sé um 2000 tonn, að um þessi mánaðarmót verði umframbirgðir um 1800 tonn.

Í lítilli frétt á vefmiðli ruv, þann 25. júlí síðastliðinn, þar sem fréttamaður hafði samband við nokkrar afurðastöðvar, kemur fram að birgðasöfnun frá síðasta ári er um 200 tonn, eða sem nemur nálægt 10 daga neyslu Íslendinga. Ekki gefa allar afurðastöðvarnar upp heildaruppsöfnun, en út frá því sem upp er gefið er það langt frá að vera 2000 tonn.

SS; birgðir 80 tonnum meira en í fyrra, ekki gefið upp heildarbirgðir.

KS; engin birgðaaukning frá því á síðasta ári, segjast eiga "nógu miklar" birgðir.

Norðlenska; engin birgðaaukning frá því í fyrra, ekki gefið upp heildarmagn en segjast eiga nokkuð af "röngum bitum".

Fjallalamb; 100 tonnum meiri birgðir en í fyrra, sagt vera helmingi meira en vanalega.

SAH; birgðir 20 tonnum meiri en í fyrra, heildarbirgðir um 100 tonn.

Sláturfélag Vopnafirðinga; engin birgðasöfnun frá því í fyrra, heildarbirgðir um 200 tonn.

Einnig kemur fram í þessari frétt að engin afurðastöð á til hryggi og bendir Gísli Garðason, sláturhússtjóri SAH á að ef sauðfjárstofninn verði dreginn saman um 20%, vanta um 450 tonn af hryggjum á markað hér á landi! Sumar afurðastöðvar eiga ekki heldur læri og birgðir af þeim langt komnar hjá öðrum. Þar sem lítið er til af lærum má ætla að mikill skortur verði einnig á þeirri afurð, við slíkan samdrátt sem ráðherra boðar.

Þær upplýsingar sem fram koma í þessari frétt á vefmiðli ruv, þann 25. júlí síðastliðinn, eru svör forsvarsmanna sláturleyfishafa við spurningum fréttamanns. Þetta eru þeirra orð, engin birgðatalning né staðfesting á að þau séu rétt. Vel getur verið að birgðir séu enn minni!

Það hlýtur að vera krafa bænda að fram fari strax birgðatalning hjá afurðastöðvum. Ráðherra virðist ekki ætla að hafa manndóm til slíkrar kröfu. Arkar bara áttavillt um flóann!

Fá þarf staðfestu á hverjar raunverulegar birgðir af kjöti eru í frystigeymslum afurðastöðva. Ef þær eru minni en formaður Landsamtaka sláturleyfishafa segir, jafnvel mun minni, er auðvitað út í hött að stíga slíkt ógæfuskref að fækka sauðfé í landinu. Ef það er rétt að slíkt leiði til skorts á hryggjum upp á 450 tonn og lambalærum um svipað magn, er ljóst að skaðinn af slíkri skerðingu getur orðið mjög mikill. Það mun þá ekki leysa vanda afurðastöðva, heldur auka hann og það mun leiða áður óþekktar skelfingar yfir sauðfjárbændur og byggð í landinu. Sveitir munu fara í eyði.

Til að leysa vanda verður að finna rætur hans. Vandinn virðist ekki vera til kominn vegna offramleiðslu. Hver er hann þá?

 

 


mbl.is Tvö þúsund tonna offramleiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frétt eða auglýsing?

Það er undarlegt að fréttamenn séu að ræða við hobbýbændur vegna alvarlegs vanda sauðfjárbænda. Nema auðvitað að um auglýsingu sé að ræða.

Bændur í Árdal, Kelduhverfi, ætla að taka allt sitt kjöt heim og selja beint til viðskiptavina, alls um 140 skrokka. Til framleiðslu á 140 lömbum þarf innanvið 80 vetrarfóðraðar ær, þ.e. ef arðsemin er 1,8 á kind, sem þykir lágmark í dag. Um slíkt fjárbú verður ekki talað öðru vísi en hobbýbúskap.

Fyrst hélt ég að þarna væri prentvilla, að eitt núll hefði vantað uppá tölu um innlegg. Þegar fréttin er lesin er þó hægt að ætla að um rétta tölu sé að ræða, ef mið er tekið af kostnaði við áburð og plast. Hann getur passað fyrir 80 kinda bú ásamt slatta af hrossum.

Hvers vegna ræðir ekki fréttamaður við alvöru bónda, bónda sem hefur sitt lífsviðurværi af sauðfjárbúskap. Bónda sem er með 600 - 800 vetrarfóðraðar kindur. Fréttamaður gæti spurt hann hvort hann hafi hugsað sér að taka allt sitt kjöt heim, til sölu beint til viðskiptavina, alla sína 1100 til 1500 skrokka!

Vandinn sauðfjárbænda er mikill, en hobbýbændum er þó ekki vorkunn. Mun frekar spurning hvort slíkir bændur eigi að vera á beingreiðslukerfinu og þannig skerða kjör þeirra sem hafa sauðfjárbúskap sem sitt lífsviðurværi!


mbl.is Taka allt kjötið heim og selja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband