Frétt eða auglýsing?

Það er undarlegt að fréttamenn séu að ræða við hobbýbændur vegna alvarlegs vanda sauðfjárbænda. Nema auðvitað að um auglýsingu sé að ræða.

Bændur í Árdal, Kelduhverfi, ætla að taka allt sitt kjöt heim og selja beint til viðskiptavina, alls um 140 skrokka. Til framleiðslu á 140 lömbum þarf innanvið 80 vetrarfóðraðar ær, þ.e. ef arðsemin er 1,8 á kind, sem þykir lágmark í dag. Um slíkt fjárbú verður ekki talað öðru vísi en hobbýbúskap.

Fyrst hélt ég að þarna væri prentvilla, að eitt núll hefði vantað uppá tölu um innlegg. Þegar fréttin er lesin er þó hægt að ætla að um rétta tölu sé að ræða, ef mið er tekið af kostnaði við áburð og plast. Hann getur passað fyrir 80 kinda bú ásamt slatta af hrossum.

Hvers vegna ræðir ekki fréttamaður við alvöru bónda, bónda sem hefur sitt lífsviðurværi af sauðfjárbúskap. Bónda sem er með 600 - 800 vetrarfóðraðar kindur. Fréttamaður gæti spurt hann hvort hann hafi hugsað sér að taka allt sitt kjöt heim, til sölu beint til viðskiptavina, alla sína 1100 til 1500 skrokka!

Vandinn sauðfjárbænda er mikill, en hobbýbændum er þó ekki vorkunn. Mun frekar spurning hvort slíkir bændur eigi að vera á beingreiðslukerfinu og þannig skerða kjör þeirra sem hafa sauðfjárbúskap sem sitt lífsviðurværi!


mbl.is Taka allt kjötið heim og selja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kjötið er ekki skorið eins og neytandinn vill (ameríska aðferðin)

Kjötið er ekki framsett eins og neytandanum hentar.

Greinar um vanda kindakjötsframleiðslu frá 1994 eru eins og skrifaðar í dag, semsagt engin framþróun.http://www.landbunadur.is/landbunadur/wgsamvef.nsf/0/8751b8b48c58af2900256dad004dc730?OpenDocument

Bara gott mál að sauðfjárbændur fari að taka sölumálin meir í sínar hendur.  Hobbýbændur eða ekki.  Af því gætu vaxið hentugri fyrirtækjaform en nú sjá um markaðsmálin.

Sölu og framleiðslukerfið er greinilega orðið algjörlega mosavaxið og steinrunnið.

Það læðist að manni sá grunur að vinir mínir sauðfjárbændur séu búnir að gleyma allri sjálfsbjargarviðleitni við það að mæna alltaf svona til ríkisvaldsins.

Fram kom nýlega hjá formanni þeirra í viðtali að betra verð fengist í Ameríku í kjölfar markaðsetningar Baldvins Jónssonar en hér innanlands. (væntanlega fyrir þessa nýjustu verðlækkun).

Fróðlegt að sjá hverjir reyna að setja fótinn fyrir Baldvin í þessu starfi í þessari frétt: http://www.visir.is/g/2014710179965 

Bjarni Bjarnason (IP-tala skráð) 31.8.2017 kl. 08:55

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta er allt rétt hjá þér Bjarni. Vandinn liggur ekki hjá bændum, heldur í vinnslunni og framsetningunni.

Reyndar glíma bændur við ákveðinn sjálfsímyndunarvanda, láta vinnsluna stjórna umræðunni. Því er umræðan nú kominn út í tóma þvælu um offramleiðslu á kjöti, þegar ljóst er að afurðastöðvar eiga ekki einn einasta hrygg eftir, eitthvað örlítið af lærum og svolítið af frampörtum. Í raun kominn upp kjötskortur hjá þeim.

Gunnar Heiðarsson, 31.8.2017 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband