Hvort kemur á undan, hænan eða eggið?
10.10.2025 | 00:23
Þegar svo er komið að sögu okkar er ekki lengur haldið á lofti erum við komin á hættulega braut. Að það sé staðreynd að lestur Íslendingasagna og lestur skáldsagna þjóðskáldsins er ekki lengur haldið að börnum og ástæðan sögð vera vegna "minnkandi lesskilnings og dvínandi orðaforða" er eðlilegt að spyrja hvort kemur á undan, hænan eða eggið.
Lesskilningur er ekki meðfæddur eiginleiki, það fæðist enginn læs. Þar kemur að menntastofnunum okkar að uppfræða börnin og unglingana. Börn fæðast ekki heldur með skilningi og þekkingu á sögu okkar. Hana þarf að kenna börnum.
Nú hefur verið mjög í umræðunni sú staðreynd að menntakerfið okkar er ekki að skila börnunum út í samfélagið á sem besta hátt. Unglingum tekst að komast gegnum skólakerfið og mæta í raunheima sem hálfgerðir hálfvitar, þó upplagið sé í flestum tilfellum mjög gott. Tekst að komast ólæs. ill skrifandi og með nánast enga þekkingu á sögu okkar og fortíð. Ekki að skólakerfið sé illa fjármagnað, eitt dýrasta menntakerfi í víðri veröld.
Af þessari ástæðu, að börnin hafa minnkandi lesskilning og dvínandi orðaforða, er svar menntastofnana að halda frá þeim þeim tækjum sem geta aukið lesskilning og orðaforða þeirra. Sögu þjóðarinnar og skáldsögur eina Nóbelsskáldsins okkar. Vandinn er "leystur" með því að auka hann. Ekki að undra þó talað sé um að menntakerfið okkar þurfi verulegrar endurskoðunar við.
Nú ætla ég ekki að leggja dóm á það hvort kjör kennara hafi versnað svo mjög síðustu áratugi, versnað meira en annarra hópa. Hafa alla vega verið duglegir við að sækja sér launahækkanir hin síðari ár. Hitt liggur fyrir að menntun kennara hefur aukist verulega, þó afrakstur þeirrar menntunar virðist ekki skila sér til barnanna okkar. Kannski telja þeir vinnu sína einungis vera til að afla sér tekna, að sú hugsun sem áður var, að menntun barnanna væri forgangsatriði ekki lengur gilt.
Á langri ævi hefur maður heyrt margt undarlegt og kallar ekki allt ömmu sína í þeim efnum. En þegar staðan er sú að skortur á orðaforða og lesskilning skuli leiða til þess að ekki er hægt að kenna börnum okkar sögu þjóðarinnar, er það eitthvað undarlegasta sem ég hef heyrt.
Kennarar, drullist til að auka lesskilning barnanna, drullist til að auka orðaforða barnanna okkar. Drullist til að vinna vinnuna ykkar! Fyrir það höldum við ykkur uppi! Látið börnin læra sögu okkar, látið börnin lesa skáldsögur þjóðskáldanna. Hver er þá skilningur barna á vísnaskáldskap, þjóðararfinum?
![]() |
Laxness hverfur úr skólum landsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning