Hvalreki

Fyrir ekki svo mörgum árum síðan hefði þessi hvalreki verið talin mikil verðmæti. Fólk hefði keppst við að bjarga sem mestum verðmætum í land.

Í dag eru verðmætin metin á annan veg. Nú felst björgunin í því að koma þessum skepnum aftur frá landi, til þess eins að þær syndi aftur í strand. 

Og kannski er rétt að benda á að hvalreki er eign landeigenda, með þeim undantekningum er kirkjur eða biskupar hafa rænt til sín þeim eigum landeigenda. Alla vega hefur enginn annar en eigandi hvalrekans heimild til að ákveða hvernig með hann skuli farið.


mbl.is „Ótrúlegar“ björgunaraðgerðir í Ólafsfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hefði þetta gerst í Færeyjum væri blásið til veislu.

29/1281: Jónsbók | Lög | Alþingi

Rekabálkr.
Kap. 1.
Hverr maðr á reka allan fyrir sínu landi viðar ok hvala, sela ok fiska, fugla ok þara, nema með lögum sé frá komit. ...

Guðmundur Ásgeirsson, 22.6.2025 kl. 16:06

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Kirkjunnar menn voru duglegir við að ná undan jörðum hlunnindum, Guðmundur, þrátt fyrir að lögin væru nokkuð skýr.

Einn jarðareigandi, þar sem búið var að leggja reka undir Skálholtsstól fyrir einhverjum öldum, lenti í því fyrir nokkrum árum að hvalhræ rak á fjöru hans. Hann sendi tölvupóst til Skálholts og bað um að hræið yrði fjarlægt. Lítið var um svör.

Aðra sögu, daprari, þekki ég. Langafi konu minnar felldi ísbjörn skömmu fyrir aldamótin 1900. Skinnið fló hann af skeppnunni og seldi. Um miðjan vetur ári síðar fékk hann bréf frá presti, sem sagði að kirkjan ætti allan reka við jörð hans og þar með skinnið og hann skyldi skila þeim peningum er hann hefði fengið fyrir það. Þessi langafi konunnar var heiðvirður maður og fór því strax, þarna um miðjan vetur, í nokkuŕa daga ferð til að skila þessum aurum. Lenti í aftakaveðri og veiktist er leiddi hann til dauða. Tengdapabbi sagði alltaf að presturinn hefði drepið afa sinn.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 23.6.2025 kl. 06:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband