ESB fjármagnar áróður RUV
14.4.2025 | 09:54
Í síðasta pistli fjallaði ég um falsfréttir fjölmiðla. Ástæðan var umfjöllun þeirra um opinbera skýrslu, þar sem sjálft efni skýrslunnar kom ekki fram en öll fréttaumfjöllun um eitthvað sem hvergi var minnst á í þeirri skýrslu.
Í viðtengdri frétt er sagt frá því að ruv hafi þegið styrki frá esb, til fjarmögnunar áróðursstarfsemi sambandsins. Alls greiddi sambandið 3.5 milljarða í verkefnið. Spurning hversu lengi það hefur staðið yfir að esb styrki ruv.
Þetta er graf alvarlegt mál. Fyrir það fyrsta er með öllu ótækt að opinber stofnun hér á landi þiggi styrki frá erlendum ríkjum eða ríkjasamböndum. Í öðru lagi er klárt mál að slík styrkjaþóknun mun gera þá stofnun háða styrkgjafa og því ófært að fjalla um málefni hans. Í þriðja lagi er málið enn alvarlegra þegar þessi stofnun er ráðandi á fjölmiðlamarkaði hér, þiggur fé úr ríkissjóð, fé sem allir landsmenn eru neyddir til að greiða.
Mikið hefur verið rætt um ruv undanfarin misseri. Rætt um að innan stofnunarinnar þyki vera óeðlilegur halli í umræðum, vinstri öflum hampað meðan þöggun er beitt á þá sem aðhyllast hægri pólitík. Rætt um tengsl stofnunarinnar við sakamál, þar sem nokkrir starfsmenn hennar fengu stöðu sakbornings. Því máli er ekki lokið. Fleira má telja til sem getur talist athugavert við þessa stofnun, eins og t.d. hvernig hún ræðir málefni esb, en á því er auðvitað komin skýring, eins og fram kemur í viðhengdri frétt.
Það er vissulega kominn tími til að skoða rekstur þessarar stofnunar. Þar þarf að velta við hverjum steini og síðan ákveða hvort rétt sé að leggja hana af.
Svo er auðvitað stóra spurningin, hversu margir aðrir fjölmiðlar eru að þiggja styrki frá esb? Það er ljóst að umræður um málefni sambandsins draga mjög taum þess, í sumum fjölmiðlum umfram aðra. Reyndar er stór munur á þeim og ruv, eru sagðir einkareknir, ekki ríkisstofnun. Þeim er því heimilt að þiggja styrki frá hverjum sem er, jafnvel kölska ef svo ber undir. Það væri þó sanngjarnt og í raun eðlilegt að þessir einkareknu fjölmiðlar gæfu upp sína styrkgjafa, svo við almenningur getum valið þá sem eru minnst spilltir.
Staðreyndin er einföld, einkareknum fjölmiðlum er heimilt að draga taum sinna eigenda, jafnvel verið með skipulagðan áróður í þeirra þágu. Fólk er almennt ekki svo skyni skroppið að það geti ekki greint á milli sannleika eða skáldskapar. Opinbera hlutafélagið ruv, sem allir landsmenn eru skyldugir að greiða skatt til, hefur hins vegar ekki þessa heimild, má ekki hygla einum en beita þöggun á annan. Henni ber að segja satt og rétt frá öllu og láta alla njóta sannmælis. Heldur getur ruv ekki beitt óvönduðum aðferðum og jafnvel lögbrotum til fréttaöflunar. Er ekki sorpmiðill sem kennir sig við rannsóknarblaðamennsku.
Allir fjölmiðlar verða hins vegar að segja satt og rétt frá öllum fréttum og ef vafi leikur á um sannleika, er betra að fresta fréttinni. Það hefði ruv betur gert í svokölluðu Ásthildar máli, þar sem ráðherra varð að víkja vegna einhliða fréttaflutnings. Svo sem ekki í fyrsta sinn sem ruv hefur komið ráðherra frá með slíkum vinnubrögðum.
![]() |
Evrópustyrkir til RÚV athugaverðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Útvarp | Breytt s.d. kl. 10:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning