Sneið fyrir sneið uns spægipylsan er búin

Hvernig má það vera að einn maður, í þessu tilfelli sendiherra Íslands í Brussel, geti með pennastriki samþykkt lög frá ESB yfir land okkar og þjóð? Og það áður en Alþingi fær aðkomu að málinu.

Í frétt af Nettavisen kemur fram að í morgun hafi sendiherrar Íslands, Noregs og Liectenstein skrifað undir 80 ný lög í 79 nýjum tilskipunum, frá ESB til EES landa. Einnig kemur fram að norska stórþingið þurfi einungis að leggja blessun sína yfir fjögur þessara laga. Hin öðlist sjálfkrafa samþykki.

Hversu mörg þessara 80 laga þarf að bera á borð Alþingis? Ekkert, eða verða þau kannski bara afgreidd á færibandi, síðasta dag fyrir sumarfrí?

Við færumst sífellt nær ESB, án umsóknar eða samþykkis þjóðarinnar. Spægipylsan er að klárast, hratt og örugglega.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Hvernig væri að kynna þessi nýju lög og hvaða áhrif verða af þeim fyrir íslensku þjóðina?

Júlíus Valsson, 16.3.2025 kl. 11:42

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það væri auðvitað þjóðráð, Júlíus. Spurning hvort ráðuneytin þurfi ekki að blýhúða þau áður.

Gunnar Heiðarsson, 16.3.2025 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband