Var PLANIÐ byggt á einföldum útreikningum?
4.3.2025 | 16:25
Eitt prósent er jú alltaf eitt prósent. Þó verður að segjast að afraksturinn af þessu svokallaða samráði við þjóðina, er ansi rýr. Verst er þó að nefndin hafi ekki gefið sér nennu til að reikna dæmið til enda, heldur notast við "einfalda útreikninga", kallast á mannamáli að slumpa á hlutina.
71 milljarður á fjórum árum gerir nálægt 1% samdrætti í ríkisútgjöldum á árs grundvelli. Þegar síðan útreikningarnir að baki eru einfaldir eða kannski bara ágiskun, er ljóst að þessi sparnaðarupphæð verður mun lægri, jafnvel enginn. Þá er framkvæmd aðgerða alveg eftir og hætt við að margir þröskuldar verði á þeirri leið, sumir ókleyfir.
Kálið er því ekki sopið þó í ausuna sé komið.
Hvar er nú PLANIÐ, Kristrún? Var það byggt á einföldum útreikningum?
![]() |
Gera ráð fyrir að spara ríflega 70 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er ein allsherjar sósíalistavæðing ríkiskerfisins og var það þá slæmt fyrir! Hvað með nærþjónustu við hinar dreifðu byggðir?
Það endar með því að við verðum að kjósa okkar eigin "Trump" til að bjarga rúralinu.
Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 4.3.2025 kl. 17:22
Okkur vantar svona DOGE.
Það þarf að grysja kerfið almennilega. Þetta verður enginn sparnaðru, meira en þetta mun fara til þess að láta drepa Úkraníumenn bara fyrsta árið.
Ásgrímur Hartmannsson, 4.3.2025 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning