Jurtakjöt í boði Óla Steph

Mjólkurostur verður ekki jurtaostur með því einu að blanda við hann 15% jurtaolíu. Um þetta hafa öll dómsstig réttarkerfisins okkar fjallað og komist að niðurstöðu. Önnur umferð þess er hafin og auðvitað mun niðurstaðan verða söm, eins og fyrsta dómsstigið hefur þegar skorið úr um.

Hvað búrókratar esb segja um málið kemur okkur ekki við, ekki meðan við göngum þeim ekki á vald.

Þessi röksemdarfærsla Félags atvinnurekenda stenst ekki. Með henni mætti þá segja að kjötsneiðar sem lagðar eru í kryddlög þar sem notuð er jurtaolía, séu orðnar að jurtakjöti. Ekki víst að jurtaæturnar séu því sammála, þó sjálfsagt einhverjar þeirra myndu fagna þeirri skilgreiningu.

Svo er aftur spurning hverjum Félag atvinnurekenda þjónar. Eru ekki atvinnurekendur út um allt land, líka í landbúnaðargeiranum. Hvað finnst þeim um það að þeirra fulltrúi fari með offorsi gegn hagsmunum landsbyggðarinnar og allri atvinnustarfsemi sem þar berst í bökkum.


mbl.is Ákvörðun ríkisstjórnarinnar vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verra að ekki mætti selja hann sem annað en mjólkurost þó hann væri blandaður 15% steinolíu. Ætli smurostur sé þá meira en 15% smurolía? Hvað ætli sé mikill pipar í piparosti? Verður pizza að mjólkurvöru þegar ostur er settur á hana? Nú þarf öll dómsstig réttarkerfisins okkar upp á dekk!!!

Mætti selja mjólkurostinn krökkum ef hann hefði verið blandaður með 15% áfengi? Er hægt að banna krökkum að kaupa ost? Er ávaxtasafi þá ekki bara ávaxtasafi þó i honum sé áfengi? Burgundy vínberjasafi, smirnoff jarðaberjasaft. Skál fyrir því.

Íslensk lög hafa talað. mjólkurostur skal það teljast þó blandaður sé öðrum efnum. Og skítt með allar alþjóðlegar tollaflokkanir (WCO) sem við höfum undirgengist og krefjumst að aðrir fari eftir.

Vagn (IP-tala skráð) 22.2.2025 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband