Ég er sprunginn

Skömmu fyrir kosningar tók ég þá ákvörðun að sjá hversu lengi ég gæti látið vera að blogga. Síðan eru liðnir rétt tæpir þrír mánuðir og ég sprunginn. Það er einfaldlega of mikið um að vera í þjóðfélaginu til að ég geti haldið nöldrinu lengur í skefjum´

Í þessu síðasta bloggi mínu var staðan í samfélaginu sú að ljóst var að Samfylking og Viðreisn myndu fara með sigur af hólmi í þá komandi kosningum. Það gekk eftir. Ég spáði því að Sjallar myndu síðan taka að sér að vera varadekk þeirrar stjórnar, enda svo sem lítill munur á þeim þrem flokkum, allir hallir undir trúarbrögð esb. Þarna varð ljóst að ég er ekki mikill spámaður, þar sem Sjallar sátu hjá en Flokkur fólksins tók að sér að vera varadekkið. Sá flokkur sem minnstu samleið átti með esb flokkunum. Kannski hafa þær stöllur Þorgerður og Kristrún talið að auðveldast yrði að hafa taumhald á Ingu, að ráðherrastóll myndi þagga niður í henni og þær hinar stjórnað að vild.

Inga er hins vegar ólíkindatól og sumir þingmenn hennar flokks lítt skárri. Þau gáfu að vísu flest sín kosningaloforð eftir til að fá stóla en engu að síður ætlar Ff að verða þeim stöllum, Þorgerði og Kristrúnu, þungur baggi að bera. Síðustu vendingar Ingu sína að hún er ekki í pólitík af einhverri hugsjón fyrir málefnum, heldur einskæru hatri á þá sem ekki eru henni sammála. En um leið hversu fjarri hún er því að kunna að lesa pólitík.

Inga, sem sagt, bannaði fulltrúum flokks síns að vera í viðræðum við Sjalla, í borgarmálum. Nú undanfarið hefur hún kvartað mikinn yfir því sem hún kallar árásir moggans á sig. Hefði þá ekki verið upplagt fyrir hana að tengja sinn flokk við Sjalla, án þess þó að þurfa að skíta sínar hendur út við það? Þar með hefði mogginn verið sleginn út af laginu, hann gagnrýnir vart samstarfsflokk sjalla, eða hvað? Alla vega ekki samkvæmt túlkun hennar sjálfrar, að mogginn sé bara málgagn sjallana. 

Nokkuð er rætt um að borgarstjóri hafi misreiknað sig, er hann sleit samstarfinu við vinstri öflin í Reykjavík. Því fer fjarri. Sumir kenna því um að skoðanakannanir séu ástæða þeirra slita. Það getur svo sem verið, ætla ekki að dæma um það, enda nokk sama um fylgi Framsóknar.

Borgarstjóri misreiknaði sig þegar hann gekk til samstarf við vinstrið í borginni, þar liggja hans pólitísku mistök. Hélt kannski að hann fengi einhverju breytt, svona eins og hann lofaði kjósendum. Það að slít samstarfinu nú er bein afleiðing þeirra mistaka. Hann sá að engu yrði breytt og jafnvel gengið skrefi lengra í ruglinu sem hefur verið ráðandi í borginni allt of lengi.

Það var því óhjákvæmilegt fyrir hann að slíta þessu samstarfi nú. Hvort hann verði áfram borgarstjóri eða ekki skiptir þar litlu máli. Ef ekki þá getur hann látið að sér kveða í andstöðunni. Alla vega var óbreytt ástand fyrir hann sem harakíri.

Hins vegar lék Inga stóran afleik með sinni yfirlýsingu í gær.

Læt þetta duga í bili þó nöldrið sjóði enni í kolli mér, enda af nógu að taka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkominn aftur á ritvöllinn. Eg er búinn að sakna pistlanna þinna.

jakob jónsson (IP-tala skráð) 9.2.2025 kl. 10:49

2 identicon

Hin svokallaða " grasrót " Flokks fólksins virðist mér að sé bara ein manneskja, fyrrverandi borgarfulltrúi FF og nú þingmaður FF.  Eftir að hún maldaði í móinn og byrjaði að básúna um hatur og heift lagði hún línuna fyrir Ingu.

Núverandi borgarfulltrúi FF var hins vegar, skv. því sem fram hefur komið í fréttum, jákvæð í að mynda nýjan (og að mínu mati betri) meirihluta.

Það þoldi " grasrótin " ekki og tók Inga litlu síðar undir orð hennar. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.2.2025 kl. 13:44

3 identicon

Aðeins einu vil ég bæta við og það er að pistillinn er góður.  Takk.

Og tek algjörlega undir þá skoðun pistilhöfundar að Inga hafi leikið illilega af sér með yfirlýsingu sinni í gær, eftir að hafa hlustað einum of mikið á " haturs og heiftar " nöldrið í " grasrótinni "  En alverst verður FF ef " heiftin og hatrið " hrekur FF í að fylkja liði með Holu-Hjalla og fasteignamógúlum myrku þéttingarreitanna, með tilheyrandi hatri og heift gegn fjölskyldubílum. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.2.2025 kl. 14:48

4 identicon

Bófaflokkur Ingu Sæland er ekki stjórnmálaflokkur! Það er engin "grasrót" þessa svokallaða flokks í Reykjavík. FF er ekki með neitt borgarmálafélag og engin kjördæmafélög í borginni. Skoðiði þetta bara. Þetta er bara einn borgarfulltrúi örfáar hræður í hirðini og búið. Og svo auðvitað Pútína Trömpína á toppnum. Þessi söfnuður er búið að gera eintómar gloríur síðan það fór í ríkisstjórn. Að ætla sér að fara í meirihlutasamstarf við þessi ósköp er eins og að fleygja sér fyrir járnbrautalest. 

Þorgeir (IP-tala skráð) 9.2.2025 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband