Samgöngusáttmálinn er löngu fallin úr gildi
21.9.2023 | 16:57
Alþingi samþykkti svokallaðan samgöngusáttmála árið 2019 og fékk þar heimild til að stofna opinbert hlutafélag um starfsemina. Ári síðar er Betri samgöngur ohf sett á laggirnar, um þetta verkefni. Eignarhluti ríkisins er 99.9933% en hin 0,0067% skiptast á milli fimm sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Þegar sáttmálinn var samþykktur af Alþingi var gert ráð fyrir að kostnaður við verkefnið yrði 120 milljarðar króna. Það er sú upphæð sem Alþingi heimilaði til verksins. Nýjustu áætlanir hljóða nú upp á 300 milljarða króna og verkefnið enn að mestu bara í hugum manna, varla komið á teikniborðið, hvað þá meira. Ljóst er að þessi upphæð á eftir að margfaldast. Samningurinn er því kolfallinn. Gera þarf nýjan samning sem Alþingi samþykkir.
Hækkun á rúmum þrem árum úr 120 milljörðum upp í 300 milljarða er ekki neitt smá. Ágætis verðbólga á þeim bænum! Fyrir 180 milljarða má gera ýmislegt, s.s. hlúa að öldruðum og jafnvel þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Jafnvel lækka vexti.
Það sem mér er með öllu óskiljanlegt er hins vegar sú staðreynd að stjórnarflokkarnir hafi látið blekkja sig svo hressilega. Borgarlína var eitt aðal kosningaloforð Samfylkingar, Þetta kosningaloforð er síðan greitt að 99.9933% af ríkinu! Það er vart hægt að ætla að menn hafi verið með öllum mjalla þegar þessi ákvörðun var tekin.
Auðvitað snýr samgöngusáttmálinn að fleiru en gamaldags borgarlínu, þó kostnaður við hana sé kannski sá þáttur sem er dýrastur og mesta óvissa ríkir um. Innan hans er einnig ákvæði um að borgin ætli að vera svo væn að heimila ríkinu að viðhalda og bæta sitt vegakerfi innan borgarinnar. Því viðhaldi og þeim endurbótum hefur verið haldið í gíslingu borgarinnar í áratug, eða svo. Samgönguráðherra taldi svo nauðsynlegt að ríkið fengi að viðhalda sínum eigum innan borgarmarkanna, að greiðsla fyrir kosningaloforð Samfylkingar væri réttlætanlegt. Það væri betra ef ráðherra samgöngumála væri svo eftirgefanlegur gagnvart öðrum íbúum þessa lands, þar sem á stundum er vaðið yfir einkalönd eins og ekkert sé sjálfsagðara. Og eftir að vegur hefur verið lagður eignar ríkið sér helgunarland langt útfyrir vegamörk án þess að landeigandi geti hreyft legg eða lið. Þar er ekki verið að tala mikið við landeigendur og alls ekki verið að greiða þeim fyrir einhver rán dýr gæluverkefni sem þeim eru huglæg.
Samgöngusáttmálinn var samþykktur af Alþingi undir lok ársins 2019 og hljóðaði upp á 120 milljarða króna á verðlagi þess árs. Af þeirri upphæð áttu 199,99 milljarðar að falla á ríkið. Það er sú upphæð sem Alþingi hefur samþykkt. Það er sú upphæð sem Betri samgöngur ohf hafa úr að spila, auðvitað með uppfærðum verðbólguhækkunum. Allar breytingar frá því kalla á upptöku samningsins fyrir Alþingi. Það eitt hefur fjárveitingarvald. Engum ráðherra né neinum öðrum er heimild fjárúthlutun úr ríkissjóð umfram það sem Alþingi samþykkir!!
Örlítið hefur borið á því að menn velti fyrir sér rekstrarkostnaði borgarlínunnar, hver hann verði og hver muni sjá um þá fjármögnun. Samkvæmt eignaskiptum opinbera hlutafélagsins sem um verkefnið var stofnað, er ljóst að sveitarfélögin ætla sér lítinn hlut í þeim kostnaði, ætla ríkinu að sjá um hann. Enn hafa þó ekki heyrst neinar tölur um þennan þátt en ljóst að miðað við hámarks nýtingu þessa forna ferðamáta, þarf að bæta verulega við. Ef fargjöld eiga að greiða reksturinn mun enginn ferðast með þessum vögnum, nema kannski ríkasta fólk landsins.
Telur nálgun Bjarna skynsamlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að þetta sé alveg rétt hjá þér Gunnar, að samgöngusáttmálinn er vissulega fallinn úr gildi. Ég var á þessum fundi í gær og ég held að Bjarni hafi óskað sér að hafa ekki byrjað á þessu, en hann reyndi að telja fólki trú um að þetta væri hægt í skrefum. Þó mátti skynja efann og andstöðuna í fólki.
Borgarlínan er villtasti draumur Dags B. Eggertssonar, og ætti að vera það áfram, - ekki veruleiki.
Mjög góður pistill.
Ingólfur Sigurðsson, 21.9.2023 kl. 17:22
Ég get ekki með nokkru móti skilið hvað veldur þessari ÞRÁHYGGJU hjá Degi B. og "meirihlutanum" gagnvart þessu "BORGARLÍNUVERKEFNI" sem hefur í rauninni verið dauðadæmt frá upphafi og sem dæmi má nefna reynslu Norðmanna af þessari vitleysu. En i einni borg þar er henni lokið (man ekki alveg 100% hver borgin var en held það sé Stavanger), þar keyra borgarlínuvanarnir tómir dag eftir tag og fyrirsjáanlegt MIKIÐ TAP. En svo gerir það þessa vitleysu í Reykjavík enn flóknara að það skuli vera búið að koma á fót "BATTERÍI" til að "sjá um framkvæmdina og reksturinn...
Jóhann Elíasson, 23.9.2023 kl. 07:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.