Sjálfstæðisflokkur esb og siðferði þjóðarinnar
16.9.2023 | 21:06
Þingmálaskrá ráðherranna okkar er nokkuð sérstök. Þar kennir ýmissa grasa. Fjármálaráðherra eykur skattaálögur, barnamálaráðherra vill setja lög um skák og svo mætti lengi telja. Og auðvitað heldur utanríkisráðherra sig við sama heygarðshornið og vill gera lög frá esb æðri okkar lögum og þar með störf Alþingis nánast óþörf, í það minnsta lítill hagur fyrir kjósendur að mæta á kjörstað.
Þessi listi ráðherranna er nokkuð langur, þó eru sumir duglegri en aðrir. Það sem þó kannski stingur í augu er að nærri 30% þingmála ráðherranna eru vegna afskipta erlendra stofnana. Þar fer mest fyrir innleiðingum á lögum esb í íslenskan rétt. Merkilegt nokk, þá eru ráðherrar Sjálfstæðisflokks mun duglegri við þá iðju en ráðherrar hinna flokkanna, eru tryggastir við esb. Þar fer auðvitað utanríkisráðherra og varaformaður flokksins, fremstur í stafni!
Það eru undarlegir tímar sem við lifum. Sá stjórnmálaflokkur sem harðast hefur boðað skattalækkanir, er með formann sem er búinn að slá út alla aðra fyrrum fjármálaráðherra í skattahækkunum. Og sá stjórnmálaflokkur sem mest hefur talað fyrir sjálfstæði landsins er með varaformann, sem að því er verk hennar segja okkur, gengur harðast í því að efla völd esb hér á landi. Ekki langt í að við þurfum ekki einu sinni að sækja um aðild, verðum bara sjálfkrafa aðildarland að sambandinu.
Sjálfstæðisflokkurinn ber sannarlega ekki lengur nafn með rentu og ótrúlegt að nokkur vilji setja nafn sitt við þennan svikaflokk. Það er stundum sagt að Framsókn sé opið í báða enda, Sjálfstæðisflokkur er opinn í alla enda, fylgir þeim sem þykkast eiga veskið! Ber enga virðingu fyrir fylgjendum sínum!
Ekki ætlaði ég að skrifa neitt um mál málanna, kynfræðslu 7 til 10 ára barna. Við lestur nýútgefins kennsluefnis þar um, fór þó svo að þriggja barna faðir sem á orðið 11 barnabörn og kominn leiðinlega nærri starfslokum, blygðaðist sín yfir þeim lestri. Efnið var grófara en hægt var að sætta sig við. Getur virkilega verið að þeir sem verja þetta kennsluefni hafi ekki lesið þennan bækling, eða er siðferði þjóðarinnar virkilega komið niður á svona lágt plan?
Athugasemdir
Sæll frændi; sem og aðrir gesta, þinna !
Allt kórrjett; sem þú segir hjer að ofan.
Þarf virkilega; sð minna forystu þess flokks, sem
kennt hefur sig við sjálfstæði, á örlög þeirra
Smiðs Andréssonar (1300 - 1362) og Jóns Gerrekssonar
(1378 - 1433) ?
Reyndar; voru Íslendingar 14. og 15. aldanna mun meiri
að atgerfi til verka og viðfangsefna, en hinir núlifandi.
Með beztu kveðjum; af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.9.2023 kl. 21:44
Sæll Gunnar.
Ég er algjörlega sammála þér hvað fordæmingu þína á stjórnvöldum og líka á kennsluefni því og viðhorfum þeim sem troðið er miskunarlaust upp á íslensk börn og aðstandendur þeirra.
Persónulega myndi ég kalla Utanríkisráðherran og nokkra kollega og skoðanabræður hennar föðurlandssvikara, sem verðskulda því að sjálfsögðu viðeigandi refsingu.
Hvað sjúka kynferðis ímynd þá sem reynt er að tengja við einhverskonar mann-og kvenréttindi sem troðið er upp á saklaus börnin tel ég ógeðfelda geðveiki og ekkert annað.
Jónatan Karlsson, 17.9.2023 kl. 11:06
Var ekki löngu búið að skrásetja allar reglurnar í skák?
Ég rata út...
Guðmundur Ásgeirsson, 18.9.2023 kl. 19:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.