Kaldur vetur framundan

Það er kaldur vetur framundan. Ekki er gert ráð fyrir neinni hækkun launa á komandi ári, þrátt fyrir mikla verðbólgu sem erfitt eða útilokað er að tengja launahækkunum til almennings. Þar eru önnur öfl að verki, öfl sem launþegar landsins hafa lítil eða engin áhrif á. Sennilega helsti verðbólgumaturinn kokkaður í Svörtuloftum þessi misserin. 

Það vantar hins vegar ekki auknar álögur í fjármálafrumvarpið, sem í sjálfu sér er sem eldsneyti á verðbólgubálið.  Það kemur hins vegar nokkuð á óvart að fjármálaráðherra skuli veðja á að gamla fólkið hrökkvi uppaf í meira mæli en áður. Þetta fjárlagafrumvarp hefði sómt sér vel í gömlu Sovétríkjunum.

Kólnandi vetur, með verkföllum og allskyns óáran er því framundan. Bækluð og nánast óstarfhæf ríkisstjórn mun ekki lifa slíkar hörmungar af.


mbl.is Tekjur af eignarskatti aukast um 3,5 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á stjá er farinn gamalkunnur fortíðardraugur. Söngur sem hljómaði í áratugi og skilaði verri lífskjörum en hefði þurft. #Verðbólgan er öllum öðrum en mér að kenna og nú ætla ég að fá ennþá meiri launahækkanir en síðast.#

Vagn (IP-tala skráð) 14.9.2023 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband