Hvert er réttlætið?

Það er auðvitað útilokað að fyrirtæki á samkeppnismarkaði stundi með sér verðsamráð. Slíkt heldur verði vöru eða þjónustu uppi. Sá aukni kostnaður færist eftir virðiskeðjunni og margfaldast, allt til loka hennar. Það kemur síðan í hlut neytandans að greiða þann kostnað.

Samkeppniseftirlitið er stofnað til að varna því að slíkur leikir séu stundaðir, stofnað til að verja neytendur gegn samráði fyrirtækja. Það vekur hins vegar upp stóra spurningu hver vörnin er fyrir neytandann, þegar stofnunin leggur á himinháar sektir. Þær sektir fara sömu leið og ágóði samráðsins, niður virðiskeðjuna og neytandinn þarf að borga. Þarna er í raun verið að leggja á neytendur kostnað vegna kostnaðar sem hann þegar hefur greitt gegnum verðsamráðið.

Sektir til fyrirtækja er ekki lausn, reyndar vandséð að fyrirtæki eigi að taka á sig skömmina. Fyrirtæki ákveða ekkert sjálf, það eru einstaklingar innan þeirra sem sjá um ákvarðanatökur. Því á að sækja þá menn til saka sem ákváðu verðsamráðið, ekki fyrirtækin sem þeir unnu hjá. Þá menn á að sekta og ef þeir ekki eru borgunarmenn fyrir sektum sínum, setja þá bak við lás og slá.

Það er lítil von til að samkeppni geti orðið eðlileg meðan menn geta falið sig bak við fyrirtækin og komið kostnaði vegna græðginnar á sömu hendur og urðu fyrir henni. Meðan menn geta verið stykk frí frá brotum sínum og látið fyrirtækin taka á sig ábyrgðina. Það er ekki eins og þessir stjórnendur séu á einhverjum sultarlaunum.

Hvar er öll ábyrgðin sem ofurlaun stjórnenda er réttlætt með, þegar þeir þurfa ekki að standa skil gerða sinna?

Hver er bótin fyrir neytendur sem svindlað var á með verðsamráði, þegar fyrirtæki sem slíkt stunda fá bara á sig sektir sem þau sækja síðan til sömu neytenda?

Hvert er réttlætið?


mbl.is Rannsóknin afvegaleidd frá fyrstu stigum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Að sjálfsögðu er það ENGIN LAUSN að SEKTA fyrirtækið ÞAÐ VELDUR BARA ENN MEIRI VERÐHÆKKUN  TIL NEYTENDA því það er náttúrulega enginn annar en neytandinn sem greiðir sektina.  Eini raunhæfi möguleikinn er að DÆMA STJÓRNENDUR viðkomandi fyrirtækis í fangelsi og fyrirtækið verði rekið úr Samtökum Atvinnulífsins......

Jóhann Elíasson, 3.9.2023 kl. 13:25

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er ekki búið að kæra þá til saksóknara?

Guðmundur Ásgeirsson, 4.9.2023 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband