Kvalir hvala

Eitt undarlegasta útspil stjórnmálamanns, hin síðari ár, var bann við hvalveiðum sem sjávarútvegsráðherra setti, degi áður en veiðar áttu að hefjast í vor. Þetta hefur leitt til þess að stjórnbarsamstarfið hefur sjaldan verið stirðara, enda samþykkt í stjórnarsáttmála að hvalveiðum skyldi lokið að hausti 2023. Einfaldara og eðlilegra hefði verið fyrir ráðherra að láta veiðarnar fara fram í sumar og gefa síðan út að veiðum íslendinga á stórhvölum væri eftir það alfarið lokið. Í stað þess tók hún ákvörðun sem er nánast óskiljanleg, ákvörðun sem sannarlega er ekki í anda eðlilegrar stjórnsýslu, ákvörðun sem að öllum líkindum stenst ekki íslensk lög, ákvörðun sem getur átt eftir að baka ríkissjóð háar fjárhæðir. Þessa ákvörðun tók hún vegna persónulegrar andstöðu við hvalveiðar, andstöðu sem hún hafði þegar er hún samþykkti stjórnarsáttmálann og þáði sæti í ríkisstjórn.

En um hvað snýst svo þessi deila öll, deilan um hvalveiðar. Upphaflega var andstaðan sú að hvölum fækkaði mikið á jörðinni og voru sumar tegundir taldar í útrýmingarhættu, einkum þó stórhveli er héldu til á suðurhelmingi jarðkringlunnar. Í dag eru þessi rök ekki lengur gild, hvölum fjölgar mikið í öllum höfum. Þá er dregið fram ný ástæða gegn hvalveiðum, kvalræði hvala.

Málið snýst semsagt um hvort hvalir kveljist er þeir eru líflátnir. Ég þekki ekki neina aðferð til aflífunar skeppna án þess að þær kveljist, en það kvalræði stendur sjaldnast lengi og skepnan fljót að gleyma því, enda dauð. Ráðherra vill finna einhverja leið til að veiða hvali án þess þeir kveljist. Slík aðferð er því miður ekki til. Hvorki gagnvart hvölum né öðrum dýrum. Jafnvel búið að sanna að grasið kveljist þegar það er slegið og blómin þegar þau eru slitin upp.

Sjávarútvegsráðherra var kominn út í horn með ákvörðun sína frá því í vor. Var líklega búin að átta sig á að henni skrikaði þar fótur á lagalega línunni. En hvað átti hún að gera? Ef hún hefði framlengt banninu var hún að storka örlögum sínum enn frekar og reynda ríkisstjórnarsamstarfinu einnig. Ef hún leifði veiðar var hún að viðurkenna eigin mistök í vor. Skýrslan tók þar af allar vangaveltur, enda fátt þar sem kom á óvart.

En ráðherrann er enginn nýgræðingur í stjórnmálum, er refur eins og hún á ætt til. Því kom hún með útspil sem einungis refir geta dregið fram úr sínu hugskoti. Hún leyfir veiðar en setur jafnfram fram skilyrði sem sjálfkrafa stoppa þær af. Skilyrði um að skyttur hvalbáta skuli ljúka námskeiði um atferli, sársaukaskyn, streitu og vistfræði hvala. Fyrir það fyrsta þá er ekki neitt slíkt námskeið til, svo einhver fær þann heiður að setja það saman. Slík vinna tekur tíma, enda fátt vitað um þau atriði sem kenna á um hvalina. Höfundar þurfa væntanlega að skjótast á sjó og hafa tal af einhverjum hvölum, spyrja þá spurninga um hluti eins og sársaukaskyn og streitu. Jafnvel hugsanlegt að einhverjir hvalanna séu haldnir kulnun. svo vissara er að hafa sálfræðing með í för. Þegar því er lokið þarf að koma niðurstöðum á blað, vinna út því námsefni og síðan að skipuleggja sjálf námskeiðin. Miðað við hefð hér á Íslandi, mun sá tími er brot og prentun námsefnisins tekur, einn og sér duga til að hvalveiðitímabilinu lýkur áður en námskeið getur hafist. 

Nýjast snúningur þessa máls var svo í gær, þegar leikarar westur í henni hollywood hótuðu landsmönnum öllu illu, ef þeim dirfðist að kvelja hvalina. Eins og áður segir þá er það nú svo að skepnur kveljast yfirleitt þegar þær eru líflátnar. Það á ekki síst við um mannskepnuna, enda sennilega ekkert dýr jarðar aumara en hún. Kannski ættu þessir spekingar þar westra að lýta sér aðeins nær. Hvergi á byggðu bóli er eins mörgu fólki fargað en einmitt í þeirra heimalandi, nema auðvitað þar sem stríðsherrar fá útrás. Og oftar en ekki taka þá landar spekinganna þar westra þátt í óhugnaðnum. Kannski væri nær fyrir þetta fólk að hafna því að vinna í sínu heimalandi, þar til bót verður á. Reyndar hætt við að pyngja þeirra léttist nokkuð.

Annars er nokkuð undarlegt að fólk sem verður frægt af því að koma sjálfu sér á framfæri, leikarar og annað listafólk, telji sig geta orðið siðapostular annarra við það eitt að vera frægt, telji sig verða betra og vitrara en annað fólk. Það er ekki eins og að heimur þessa fólks og einkalíf sé neitt sérstaklega spennandi, allskyns sukk og svínarí kringum þeirra líferni. Þykir stórmerkilegt ef það heldur sama maka í einhver ár. Auðvitað eru undartekningar frá þessari reglu, einsakar persónur í þessum hóp hafa sýnt að þær búa að mannkostum. Það fólk heldur sig hins vegar til hlés. Það eru þeir sem sukka mest, sem telja sig besta og tjá sig hæst, en eru kannski minnstir.

Leikarar og listafólk á heiður skilinn fyrir sýna listsköpun en ætti að halda sig til hlés í pólitík. Það fer ekki vel saman. Einnig ætti þetta fólk að átta sig á þeirri staðreynd að listamaður velur sér hlutverk, velur hlutverk listtjáningar og að skemmta, velur að vera þjónn fólksins.

Fólkið á ekki að vera þjónar þess og allra síst heilu þjóðirnar.

 


mbl.is Gæti verið ómögulegt að uppfylla skilyrðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband