Kjarnorku- eða kolabílar
29.8.2023 | 08:51
Fá lönd eru eins rík af hreinni orku og Ísland og fá lönd hafa meiri hag af orkuskiptum bílaflotans en Ísland. Ekki er þó allt sem sýnist.
Samkvæmt alþjóðlegu bókhaldi, þó einkum því evrópska, er orkan okkar bara alls ekki svo hrein. Hreinleiki hennar hefur verið seldur úr landi. Eftir sitjum við með kolmengaða orku, framleidda að mestu með kjarnorku og kolum. Orkufyrirtækin selja hreinleikann úr landi og kolefnisbókhald Íslands fer í vaskinn.
Því er það svo að þeir sem hafa efni á að kaupa sér rafbíl, eru í raun að kaupa sér kjarnorku- eða kolakynntan bíl. Nema auðvitað viðkomandi versli sér einnig kolefniskvóta, svona rétt eins og við mengunarsóðarnir sem ökum um á díselbílum getum gert.
Fáránleikinn er algjör.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.